Ekki kaupa ný dekk of snemma Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2017 10:22 Athygliverðar ráðleggingar um æskileg dekkjaskipti frá Michelin. Dekkjaframleiðandinn Michelin segir að þó svo mælt hafi lengi verið með því að skipta um dekk þegar munstur er orðið minna en 3,0 mm sé engin ástæða til þess að skipta um dekk svo snemma. Óhætt sé að munstur sé orðið aðeins 1,6 mm. Trúin hafi verið sú að dekk skili betra gripi grófmunstruð en staðreyndin sé sú að vönduð dekk sem slitnað hafi talsvert séu oftast ennþá betri en óslitin ódýr dekk. Að auki stuðli dálítið slitin dekk að minni eldsneytiseyðslu því þau hafi minna viðnám við undirlagið. Michelin nefnir að ef allir bíleigendur á evrópska efnahagssvæinu myndu skipta um dekk um leið og munstur þeirra fari undir 3,0 mm þá kosti það bíleigendur 6,9 milljarða króna meira en ef þeir myndu skipta um dekk þegar þau fara undir 1,6 mm munstur. Þessi upphæð nemur 785 milljörðum króna á hverju ári og munar um minna. Við þetta bætist svo aukin eldsneytiseyðslu uppá 128 milljónir evra, eða 13,3 milljarða króna og aukin mengun uppá 9 milljónir tonna af CO2 á hverju ári. Michelin líkir snemmbærum dekkjaskiptum við það að allir myndu henda skóm sínum löngu áður en þeir eru ónýtir, eða að allir myndu henda hálftómum tannkremstúpum sínum. Slíkt væri aðeins sóun sem stuðlaði að auki að aukinni mengun. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Dekkjaframleiðandinn Michelin segir að þó svo mælt hafi lengi verið með því að skipta um dekk þegar munstur er orðið minna en 3,0 mm sé engin ástæða til þess að skipta um dekk svo snemma. Óhætt sé að munstur sé orðið aðeins 1,6 mm. Trúin hafi verið sú að dekk skili betra gripi grófmunstruð en staðreyndin sé sú að vönduð dekk sem slitnað hafi talsvert séu oftast ennþá betri en óslitin ódýr dekk. Að auki stuðli dálítið slitin dekk að minni eldsneytiseyðslu því þau hafi minna viðnám við undirlagið. Michelin nefnir að ef allir bíleigendur á evrópska efnahagssvæinu myndu skipta um dekk um leið og munstur þeirra fari undir 3,0 mm þá kosti það bíleigendur 6,9 milljarða króna meira en ef þeir myndu skipta um dekk þegar þau fara undir 1,6 mm munstur. Þessi upphæð nemur 785 milljörðum króna á hverju ári og munar um minna. Við þetta bætist svo aukin eldsneytiseyðslu uppá 128 milljónir evra, eða 13,3 milljarða króna og aukin mengun uppá 9 milljónir tonna af CO2 á hverju ári. Michelin líkir snemmbærum dekkjaskiptum við það að allir myndu henda skóm sínum löngu áður en þeir eru ónýtir, eða að allir myndu henda hálftómum tannkremstúpum sínum. Slíkt væri aðeins sóun sem stuðlaði að auki að aukinni mengun.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent