Öskrandi villiköttur mættur Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 12:37 Jaguar F-Pace sómir sér á höfninni í Grindavík. GVA Reynsluakstur - Jaguar F-Pace Það er ekki slæmt þegar bílamerkjunum fjölgar hér á landi að fá viðbót eins og Jaguar í flóruna, en nú hefur BL hafið innflutning á Jaguar bílum. Þetta teljast frábærar fréttir en í leiðinni rökrétt viðbót við bíla Land Rover þar sem Jaguar Land Rover er jú sami eini bílaframleiðandinn. Í upphafi býður BL fólksbílana Jaguar XE og XF og jeppann F-Pace og má búast við því að jeppinn verði þeirra vinsælastur, en bílar í stærðarflokki XE og XF eru ekki söluháir hér um þessar mundir, en jeppar seljast eins og heitar lummur. Það var því rökrétt að taka út jeppann F-Pace en þessi nýi bíll rakar nú til sín verðlaunum og var t.d. nýverið kosinn bíll ársins á bílaverðlaunahátíðinni World Car Award í New York, auk þess að vera valinn best hannaði bíllinn á árinu. Það er ekki slæm viðurkenning fyrir frumraun Jaguar manna í smíði jeppa. Fyrir það fyrsta er fáir mjög ósammála þeim sem völdu hann fallegasta bílinn, en ytra útlit F-Pace gleður mjög augað og fríðar og sveigðar línur hans ljá honum bæði virðulegan og sportlegan svip í senn. Hann sver sig svo sannarlega í ætt við aðra Jaguar bíla hvað grillið varðar og sjá má fleiri ættarsvipi, svo sem í afturljósunumGeggjuð vélÞað að Jaguar skuli koma fram með jeppa loks núna má bæði telja tímabært en þó seint. Jaguar er alveg áratug seinna að taka þátt í veislunni hvað sölu lúxusjeppa varðar, en þar hafa Porsche, BMW, Audi, Benz og Lexus makað krókinn lengi og fleiri lúxusbílaframleiðendur eru að bætast í hópinn. Það jákvæða er þó að jeppapartýið stendur enn og enginn að lækka tónlistina í því partýi ennþá. Það endurspeglast í góðri sölu á Jaguar F-Pace nú strax er hann aðeins slítur barnskónum. Það á þó með þær staðreyndir að gera að hann er ógnarfallegur og hefur fengið góða dóma hvað akstursgetu varðar. Það var staðfest í þessum reynsluakstri. Undir vélarhlífinni á reynsluakstursbílnum, sem reyndar taldi tvær útfærslur bílsins, var í báðum tilfellum 3,0 lítra dísilvél, 300 hestöfl og sú sprækasta slíka dísilvél sem greinarritari hefur prófað. Þvílíkt afl. Hún togar eins og enginn sé morgudagurinn, en það gerist þó ekki alveg strax því talsvert hik er á því að allt afl hennar skili sér til hjólanna og fyrsta sekúndan, jafnvel á þá aðra er býsna róleg frá kyrrstöðu en svo byrjar fjörið og þá er sko gaman. Best er að vera á lullinu og gefa honum svo hressilega inn, þá er þessi bíll hrikalega snöggur og í ætt við hreinræktaða sportbíla. BL býður F-Pace aðeins með þessari vél í fyrstu en einnig má fá hann með 180 eða 240 hestafla útgáfum með 2,0 lítra dísilvél, sem og 380 hestafla bensínvél. Stíf og sportleg fjöðrun Það er ekki bara þessi þrusuvél sem gerir aksturinn skemmtilegan á F-Pace. Stíf og sportleg fjöðrun hans leyfir ökumanni að fara svipuðum höndum um hann og sportbíl, það er hægt að svínkeyra hann í beygjum og hringtorgum og þess var notið í hvívetna. Hliðarhallinn í beygjum er svo lítill að vart er hægt að trúa því að um jeppa sé að ræða. Einn er þó ókosturinn, en hann er sá að stíf fjöðrunin gerir hann að smá skopparakringlu þegar farið er yfir mýmargar hraðahindranir höfuðborgarsvæðisins. Þar nýtur hann sín ekki, en svo til allsstaðar annarsstaðar. Stýringin er létt og nákvæm og það gerir bílinn aðeins meðfærilegri og betri þó sumir myndu kannski kjósa meiri stífni þar. Það hjálpar aksturhæfninni að þyngdardreifingin er jöfn á milli öxla og úr verður svakalegt aksturstæki. F-Pace má fá í fjórum útfærslum, Pure, Portfolio, Prestige og R-Sport og voru Prestige og R-Sport útfærslurnar prófaðar. Ekki fannst tilfinnanlegur munur á bílunum þó svo sætin í R-Sport hafi verið fallegri og með flottara áklæði. Í þeim báðum má stilla fjöðrunina og skemmtilegast er þá að stilla á Dynamic Mode, en síður í rólegum akstri og ef farið er yfir hraðahindranir.Innréttingin slær úr lúxustilfinningunni Annað sem hjálpar vel uppá aksturshæfnina er hve léttur F-Pace er, enda yfirbyggingin smíðuð að 80% hluta úr áli. Enn einn kosturinn við F-Pace er hve rúmt er í aftursætum hans og lítið mál fyrir stærri einstaklinga að koma sér þar vel fyrir og auk þess er skottrými ágætt. Það kemur hinsvegar á óvart að efnisvalið í innréttingu F-Pace er alls ekki af vönduðustu gerð og kemur mikil plastnotkun nokkuð á óvart, sem og hönnunin, sem erfitt er að setja í efstu hillu hvað innréttingar í lúxusbílum áhrærir. Allt lítur þó smekklega út og er skilvirkt en hönnunin og efnisvalið er ekki efni til húrrahrópa og lúxustilfinninguna skortir aðeins og á nokkuð land í samanburði við t.d. innréttinguna í Porsche Cayenne. Hafa skal þó í huga að verð F-Pace er afar samkeppnisfært, en hann fæst frá 7.490.000 krónum, en þá með 2,0 lítra dísilvél, 180 hestafla. Ódýrastur er F-Pace með 3,0 lítra og 300 hestafla dísilvélinni á 9.790.000 krónur og er hann aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið. Með F-Pace er kominn frábær valkostur fyrir þá sem velja sér lúxusjeppa og ekki ætti verðið að hræða og það þó um sé að ræða bíl frá Jaguar.Kostir: Vél, aksturseiginleikar, rými, verðÓkostir: Stíf fjöðrun á hraðahindrunum, innrétting 3,0 lítra dísilvél, 300 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla frá: 6,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 159 g/km CO2 Hröðun: 6,2 sek. Hámarkshraði: 241 km/klst Verð frá: 9.790.000 kr. Umboð: BLNokkuð lagleg innrétting en efnisval mætti vera með vandaðri hætti.GVAEkki slæmur staðaur að vera á, sérlega með hægri fótinn djúpstæðan og hönd þétt á stýri.GVASama skiptingin og í Land Rover bílum, enda um sama fyrirtækið að ræða.Leiðsögukerfi af betri gerðinni.GVAFínasta skottopnun og ágætt pláss.GVA Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Reynsluakstur - Jaguar F-Pace Það er ekki slæmt þegar bílamerkjunum fjölgar hér á landi að fá viðbót eins og Jaguar í flóruna, en nú hefur BL hafið innflutning á Jaguar bílum. Þetta teljast frábærar fréttir en í leiðinni rökrétt viðbót við bíla Land Rover þar sem Jaguar Land Rover er jú sami eini bílaframleiðandinn. Í upphafi býður BL fólksbílana Jaguar XE og XF og jeppann F-Pace og má búast við því að jeppinn verði þeirra vinsælastur, en bílar í stærðarflokki XE og XF eru ekki söluháir hér um þessar mundir, en jeppar seljast eins og heitar lummur. Það var því rökrétt að taka út jeppann F-Pace en þessi nýi bíll rakar nú til sín verðlaunum og var t.d. nýverið kosinn bíll ársins á bílaverðlaunahátíðinni World Car Award í New York, auk þess að vera valinn best hannaði bíllinn á árinu. Það er ekki slæm viðurkenning fyrir frumraun Jaguar manna í smíði jeppa. Fyrir það fyrsta er fáir mjög ósammála þeim sem völdu hann fallegasta bílinn, en ytra útlit F-Pace gleður mjög augað og fríðar og sveigðar línur hans ljá honum bæði virðulegan og sportlegan svip í senn. Hann sver sig svo sannarlega í ætt við aðra Jaguar bíla hvað grillið varðar og sjá má fleiri ættarsvipi, svo sem í afturljósunumGeggjuð vélÞað að Jaguar skuli koma fram með jeppa loks núna má bæði telja tímabært en þó seint. Jaguar er alveg áratug seinna að taka þátt í veislunni hvað sölu lúxusjeppa varðar, en þar hafa Porsche, BMW, Audi, Benz og Lexus makað krókinn lengi og fleiri lúxusbílaframleiðendur eru að bætast í hópinn. Það jákvæða er þó að jeppapartýið stendur enn og enginn að lækka tónlistina í því partýi ennþá. Það endurspeglast í góðri sölu á Jaguar F-Pace nú strax er hann aðeins slítur barnskónum. Það á þó með þær staðreyndir að gera að hann er ógnarfallegur og hefur fengið góða dóma hvað akstursgetu varðar. Það var staðfest í þessum reynsluakstri. Undir vélarhlífinni á reynsluakstursbílnum, sem reyndar taldi tvær útfærslur bílsins, var í báðum tilfellum 3,0 lítra dísilvél, 300 hestöfl og sú sprækasta slíka dísilvél sem greinarritari hefur prófað. Þvílíkt afl. Hún togar eins og enginn sé morgudagurinn, en það gerist þó ekki alveg strax því talsvert hik er á því að allt afl hennar skili sér til hjólanna og fyrsta sekúndan, jafnvel á þá aðra er býsna róleg frá kyrrstöðu en svo byrjar fjörið og þá er sko gaman. Best er að vera á lullinu og gefa honum svo hressilega inn, þá er þessi bíll hrikalega snöggur og í ætt við hreinræktaða sportbíla. BL býður F-Pace aðeins með þessari vél í fyrstu en einnig má fá hann með 180 eða 240 hestafla útgáfum með 2,0 lítra dísilvél, sem og 380 hestafla bensínvél. Stíf og sportleg fjöðrun Það er ekki bara þessi þrusuvél sem gerir aksturinn skemmtilegan á F-Pace. Stíf og sportleg fjöðrun hans leyfir ökumanni að fara svipuðum höndum um hann og sportbíl, það er hægt að svínkeyra hann í beygjum og hringtorgum og þess var notið í hvívetna. Hliðarhallinn í beygjum er svo lítill að vart er hægt að trúa því að um jeppa sé að ræða. Einn er þó ókosturinn, en hann er sá að stíf fjöðrunin gerir hann að smá skopparakringlu þegar farið er yfir mýmargar hraðahindranir höfuðborgarsvæðisins. Þar nýtur hann sín ekki, en svo til allsstaðar annarsstaðar. Stýringin er létt og nákvæm og það gerir bílinn aðeins meðfærilegri og betri þó sumir myndu kannski kjósa meiri stífni þar. Það hjálpar aksturhæfninni að þyngdardreifingin er jöfn á milli öxla og úr verður svakalegt aksturstæki. F-Pace má fá í fjórum útfærslum, Pure, Portfolio, Prestige og R-Sport og voru Prestige og R-Sport útfærslurnar prófaðar. Ekki fannst tilfinnanlegur munur á bílunum þó svo sætin í R-Sport hafi verið fallegri og með flottara áklæði. Í þeim báðum má stilla fjöðrunina og skemmtilegast er þá að stilla á Dynamic Mode, en síður í rólegum akstri og ef farið er yfir hraðahindranir.Innréttingin slær úr lúxustilfinningunni Annað sem hjálpar vel uppá aksturshæfnina er hve léttur F-Pace er, enda yfirbyggingin smíðuð að 80% hluta úr áli. Enn einn kosturinn við F-Pace er hve rúmt er í aftursætum hans og lítið mál fyrir stærri einstaklinga að koma sér þar vel fyrir og auk þess er skottrými ágætt. Það kemur hinsvegar á óvart að efnisvalið í innréttingu F-Pace er alls ekki af vönduðustu gerð og kemur mikil plastnotkun nokkuð á óvart, sem og hönnunin, sem erfitt er að setja í efstu hillu hvað innréttingar í lúxusbílum áhrærir. Allt lítur þó smekklega út og er skilvirkt en hönnunin og efnisvalið er ekki efni til húrrahrópa og lúxustilfinninguna skortir aðeins og á nokkuð land í samanburði við t.d. innréttinguna í Porsche Cayenne. Hafa skal þó í huga að verð F-Pace er afar samkeppnisfært, en hann fæst frá 7.490.000 krónum, en þá með 2,0 lítra dísilvél, 180 hestafla. Ódýrastur er F-Pace með 3,0 lítra og 300 hestafla dísilvélinni á 9.790.000 krónur og er hann aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið. Með F-Pace er kominn frábær valkostur fyrir þá sem velja sér lúxusjeppa og ekki ætti verðið að hræða og það þó um sé að ræða bíl frá Jaguar.Kostir: Vél, aksturseiginleikar, rými, verðÓkostir: Stíf fjöðrun á hraðahindrunum, innrétting 3,0 lítra dísilvél, 300 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla frá: 6,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 159 g/km CO2 Hröðun: 6,2 sek. Hámarkshraði: 241 km/klst Verð frá: 9.790.000 kr. Umboð: BLNokkuð lagleg innrétting en efnisval mætti vera með vandaðri hætti.GVAEkki slæmur staðaur að vera á, sérlega með hægri fótinn djúpstæðan og hönd þétt á stýri.GVASama skiptingin og í Land Rover bílum, enda um sama fyrirtækið að ræða.Leiðsögukerfi af betri gerðinni.GVAFínasta skottopnun og ágætt pláss.GVA
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent