VW Phaeton verður Phideon GTE og aðeins í Kína Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 15:07 Volkswagen Phideon GTE. Volkswagen hætti við að framleiða og selja flaggskipið Phaeton í Evrópu en það þýddi ekki að bíllinn væri dauður úr öllum æðum. Ákveðið var að bjóða hann eingöngu í Kína, en þar hafa kaupendur mikla lyst fyrir stóra fólksbíla og láta gjarnan bílstjóra aka sér í þeim. Volkswagen hafði lokið við hönnun á næstu kynslóð Phaeton þegar ákvörðunin um að hætta framleiðslu hans í Evrópu var tekin. Það hefði því verið mikil synd af sú hönnun hefði ekki nýst fyrirtækinu og farið fullkláruð í tunnuna. Volkswagen ákvað þó að breyta nafninu úr Phaeton í Phideon GTE. Fyrirtækið sýnir nú þessa fullgerðu útfærslu bílsins á bílasýningunni í Shanghai, en þessi bíll var líka sýndur í frumgerð á bílasýningunni í Genf í fyrra. Stærsti tengiltvinnbílinn VW Phideon hefur þó breyst frá frumgerðinni, hann er orðinn tengitvinnbíll sem komast má á fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu og fær því stafina GTE í enda nafnsins. Er þarna því kominn stærsti tengiltvinnbíll sem Volkswagen hefur framleitt. Rafmagnsdrifrásin í bílnum er sú sama og finna má í Audi A6 L E-Tron bílnum sem líka fæst eingöngu í Kína. Sá bíll hefur verið til sölu í Kína í nokkur ár og selst vel. VW Phideon er eingöngu framleiddur í Kína. Hann má fá með 2,0 lítra TFSI bensínvél sem er 245 hestöfl og togar 500 Nm. Að auki er í bílnum 14,1 kWh rafhlaða sem tryggir 50 km akstur á rafmagninu einu saman og 850 km heildardrægni. Bílinn má einnig fá með 3,0 lítra V6 bensínvél sem er 300 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Líkur eru á því að Phaeton sé þó ekki alveg horfinn frá Evrópu, en búist er við því að hann verði boðinn innan fárra ára sem hreinræktaður rafmagnsbíll og þá framleiddur í Þýskalandi, nánar tiltekið í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent
Volkswagen hætti við að framleiða og selja flaggskipið Phaeton í Evrópu en það þýddi ekki að bíllinn væri dauður úr öllum æðum. Ákveðið var að bjóða hann eingöngu í Kína, en þar hafa kaupendur mikla lyst fyrir stóra fólksbíla og láta gjarnan bílstjóra aka sér í þeim. Volkswagen hafði lokið við hönnun á næstu kynslóð Phaeton þegar ákvörðunin um að hætta framleiðslu hans í Evrópu var tekin. Það hefði því verið mikil synd af sú hönnun hefði ekki nýst fyrirtækinu og farið fullkláruð í tunnuna. Volkswagen ákvað þó að breyta nafninu úr Phaeton í Phideon GTE. Fyrirtækið sýnir nú þessa fullgerðu útfærslu bílsins á bílasýningunni í Shanghai, en þessi bíll var líka sýndur í frumgerð á bílasýningunni í Genf í fyrra. Stærsti tengiltvinnbílinn VW Phideon hefur þó breyst frá frumgerðinni, hann er orðinn tengitvinnbíll sem komast má á fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu og fær því stafina GTE í enda nafnsins. Er þarna því kominn stærsti tengiltvinnbíll sem Volkswagen hefur framleitt. Rafmagnsdrifrásin í bílnum er sú sama og finna má í Audi A6 L E-Tron bílnum sem líka fæst eingöngu í Kína. Sá bíll hefur verið til sölu í Kína í nokkur ár og selst vel. VW Phideon er eingöngu framleiddur í Kína. Hann má fá með 2,0 lítra TFSI bensínvél sem er 245 hestöfl og togar 500 Nm. Að auki er í bílnum 14,1 kWh rafhlaða sem tryggir 50 km akstur á rafmagninu einu saman og 850 km heildardrægni. Bílinn má einnig fá með 3,0 lítra V6 bensínvél sem er 300 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Líkur eru á því að Phaeton sé þó ekki alveg horfinn frá Evrópu, en búist er við því að hann verði boðinn innan fárra ára sem hreinræktaður rafmagnsbíll og þá framleiddur í Þýskalandi, nánar tiltekið í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent