Reynsluakstur: Vel búin og öflug Kuga Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 09:27 Andlitslyftur Kuga af annarri kynslóð. Reynsluakstur – Ford Kuga Nú eru tímar jepplinganna og eins gott fyrir bílaframleiðendur að tefla fram góðu útspili, helst í fleirtölu, í þeim söluháa flokki bíla. Ford Kuga af núverandi kynslóð kom fyrst á markað árið 2012 en er nú kominn með andlitslyftingu. Kuga kom fyrst á markað árið 2008 og er því af annarri kynslóð. Ford Kuga hefur það með sér að vera torfæruhæfari bíll en margir af þeim jepplingum sem streymt hafa nýir á markað að undanförnu og er það vel fyrir íslenskar aðstæður. Brimborg selur Kuga aðallega með dísilvélum, 120, 150 og 180 hestafla og var reynsluaksturbíllinn með 150 hestafla vélinni, fjórhjóladrifinn og með sjálfskiptingu. Þannig búinn kostar hann 5.690.000 kr. en ódýrastan má fá Kuga á 4.790.000 kr. með aflminnstu dísilvélinni og beinskiptur í Trend útgáfu. Kuga hefur útlitslega staðist tímans tönn og telst hinn laglegasti bíll þó svo hönnun hans teljist seint djörf, en nokkuð klassísk.Hlaðinn bíll Það telst Kuga til mikilla tekna hversu vel hann er búinn staðalbúnaði. Má þar nefna skynvætt tölvustýrt fjórhjóladrif sem lagar sig að undirlagi og ástandi vega, Ford SYNC 3 raddstýrt samskiptakerfi hönnuðu af Microsoft með Bluetooth og neyðarhringingu í 112, íslenskt leiðsögukerfi, 8“ snertiskjá í miðjustokk, 4,2“ TFT litaskjá í mælaborði, tvískipta tölvustýrða miðstöð með loftkælingu og 17“ álfelgur. Þá er einnig í bílnum hraðastillir, aksturstölva, brekkuaðstoð, LED lýsing í farþegarými, leðurklætt stýrishjól og gírstangarhnúður, rafstillanlegir og upphitanlegir útispeglar og þokuljós. Kuga skartar líka framúrskarandi öryggisbúnaði og hefur fengið 5 stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP. Hann er með árekstrarvörn, veglínuskynjara, umferðaskiltalesara, ökumannsvaka og sjálfvirka lækkun háa geislans ef bíll kemur á móti. Í staðalbúnaði Kuga er einnig Ford SYNC3 samskiptakerfið með Bluetooth og neyðarhringingu og með raddstýringu getur ökumaður hringt símtöl og stjórnað tónlistinni. Það verður því ekki kvartað undan tæknihliðinni í þessum bíl.Sprækari vél en hestaflafjöldinn segirÞað verður að segjast að akstur Fod Kuga er einkar ánægjulegur og ljúfur og einhvernveginn fer bíllinn mjög vel með mann. Mjög snörp 150 hestafla dísilvélin virkaði mun sprækari en hestaflatalan bendir til. Reyndar hélt ég í fyrstu að sá sem afhenti mér bílinn hefði ruglast á vélarkostunum og þarna færi sá með öflugustu dísilvélina. Hvernig skildi þá vera að aka honum ef þessi er svona sprækur? Í reynsluakstrinum reyndist bíllinn vera með 8,9 lítra á hverja 100 km, en uppgefin eyðsla hans er 5,4 lítrar. Ekki mjög nærri þeirri tölu en hafa verður í huga að svo til allur reynsluaksturinn fór fram innan bæjarmarkanna og ekki var bíllinn heldur sparaður til átakanna. Alveg viðunandi eyðsla miðað við aðstæður. Sérstaklega var tekið eftir hve ökumannssætið var gott og auðvelt að koma sér vel fyrir og stuðningur góður. Aksturseiginleikar Kuga er alveg með ágætum þó það finnist nýrri gerðir af jepplingum sem teljast meiri fimleikabílar í átakaakstri, með sportlegri fjöðrun og minni hliðarhalla. Fjöðrun bílsins er greinilega sett upp fyrir þægilegan akstur, en ekki mikil átök og fyrir flesta telst það kostur. Slaglengdin er góð og hann étur vel upp allar ójöfnur og það kunna flestir að meta umfram minni hliðarhalla og sportlega stífni.Mikið verðbil Hljóðeinangrun bílsins er með hreinum ágætum og lítið heyrist í dísilvélinni. Sjálfskiptingunni þarf líka að hrósa en með henni virðist bíllinn alltaf í réttum gír og hámarkar afl frábærrar vélarinnar. Gott útsýni er útum bílinn og rýmið fyrir aftursætisfarþega er gott, en flestir samkeppnisbílar Kuga slá honum við í skottrými. Innréttingin í Kuga hefur tekið talsverðum framförum með þessari andlitslyftingu, en er þó enn á eftir sumum nýrri samkeppnisbílum sínum. Full ástæða er til að mæla með þessari 150 hestafla dísilútgáfu bílsins og mun Kuga vafalaust seljast best með henni, en ef klifrað er uppí 180 hestafla útgáfuna þarf að punga út hálfri milljón til viðbótar, þó svo fleira fáist með þeirri viðbót. Fyrir þá sem ekki sjá fyrir sér að nota mikið torfærueiginleika bílsins má líka spara sér hressilega með að taka bílinn aðeins með framhjóladrifi og sætta sig við 120 hestafla 1,5 lítra dísilvél, en með því sparast 900.000 kr. Ford Kuga á nokkra erfiða samkeppnisbíla, t.d. Nissan Qashqai, Honda CR-V, Volkswagen Tiguan og Mazda CX-5, en stendur samt ágætlega í verðsamanburði.Kostir: Vél, staðalbúnaður, útsýni, þægileg fjöðrunÓkostir: Skottrými, innrétting, skortir sportlega eiginleika 2,0 lítra dísilvél, 150 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla frá: 5,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 134 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð frá: 4.790.000 kr. Umboð: BrimborgGott aðgengi í skottrými, en farangursrými mætti vera stærra.Ekki vantar búnaðinn í Ford Kuga.Hér fer vel um aftursætisfarþega og hugsað fyrir öllu.Þægilegur aðgerðaskjárinn fyrir miðju mælaborðs. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Reynsluakstur – Ford Kuga Nú eru tímar jepplinganna og eins gott fyrir bílaframleiðendur að tefla fram góðu útspili, helst í fleirtölu, í þeim söluháa flokki bíla. Ford Kuga af núverandi kynslóð kom fyrst á markað árið 2012 en er nú kominn með andlitslyftingu. Kuga kom fyrst á markað árið 2008 og er því af annarri kynslóð. Ford Kuga hefur það með sér að vera torfæruhæfari bíll en margir af þeim jepplingum sem streymt hafa nýir á markað að undanförnu og er það vel fyrir íslenskar aðstæður. Brimborg selur Kuga aðallega með dísilvélum, 120, 150 og 180 hestafla og var reynsluaksturbíllinn með 150 hestafla vélinni, fjórhjóladrifinn og með sjálfskiptingu. Þannig búinn kostar hann 5.690.000 kr. en ódýrastan má fá Kuga á 4.790.000 kr. með aflminnstu dísilvélinni og beinskiptur í Trend útgáfu. Kuga hefur útlitslega staðist tímans tönn og telst hinn laglegasti bíll þó svo hönnun hans teljist seint djörf, en nokkuð klassísk.Hlaðinn bíll Það telst Kuga til mikilla tekna hversu vel hann er búinn staðalbúnaði. Má þar nefna skynvætt tölvustýrt fjórhjóladrif sem lagar sig að undirlagi og ástandi vega, Ford SYNC 3 raddstýrt samskiptakerfi hönnuðu af Microsoft með Bluetooth og neyðarhringingu í 112, íslenskt leiðsögukerfi, 8“ snertiskjá í miðjustokk, 4,2“ TFT litaskjá í mælaborði, tvískipta tölvustýrða miðstöð með loftkælingu og 17“ álfelgur. Þá er einnig í bílnum hraðastillir, aksturstölva, brekkuaðstoð, LED lýsing í farþegarými, leðurklætt stýrishjól og gírstangarhnúður, rafstillanlegir og upphitanlegir útispeglar og þokuljós. Kuga skartar líka framúrskarandi öryggisbúnaði og hefur fengið 5 stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP. Hann er með árekstrarvörn, veglínuskynjara, umferðaskiltalesara, ökumannsvaka og sjálfvirka lækkun háa geislans ef bíll kemur á móti. Í staðalbúnaði Kuga er einnig Ford SYNC3 samskiptakerfið með Bluetooth og neyðarhringingu og með raddstýringu getur ökumaður hringt símtöl og stjórnað tónlistinni. Það verður því ekki kvartað undan tæknihliðinni í þessum bíl.Sprækari vél en hestaflafjöldinn segirÞað verður að segjast að akstur Fod Kuga er einkar ánægjulegur og ljúfur og einhvernveginn fer bíllinn mjög vel með mann. Mjög snörp 150 hestafla dísilvélin virkaði mun sprækari en hestaflatalan bendir til. Reyndar hélt ég í fyrstu að sá sem afhenti mér bílinn hefði ruglast á vélarkostunum og þarna færi sá með öflugustu dísilvélina. Hvernig skildi þá vera að aka honum ef þessi er svona sprækur? Í reynsluakstrinum reyndist bíllinn vera með 8,9 lítra á hverja 100 km, en uppgefin eyðsla hans er 5,4 lítrar. Ekki mjög nærri þeirri tölu en hafa verður í huga að svo til allur reynsluaksturinn fór fram innan bæjarmarkanna og ekki var bíllinn heldur sparaður til átakanna. Alveg viðunandi eyðsla miðað við aðstæður. Sérstaklega var tekið eftir hve ökumannssætið var gott og auðvelt að koma sér vel fyrir og stuðningur góður. Aksturseiginleikar Kuga er alveg með ágætum þó það finnist nýrri gerðir af jepplingum sem teljast meiri fimleikabílar í átakaakstri, með sportlegri fjöðrun og minni hliðarhalla. Fjöðrun bílsins er greinilega sett upp fyrir þægilegan akstur, en ekki mikil átök og fyrir flesta telst það kostur. Slaglengdin er góð og hann étur vel upp allar ójöfnur og það kunna flestir að meta umfram minni hliðarhalla og sportlega stífni.Mikið verðbil Hljóðeinangrun bílsins er með hreinum ágætum og lítið heyrist í dísilvélinni. Sjálfskiptingunni þarf líka að hrósa en með henni virðist bíllinn alltaf í réttum gír og hámarkar afl frábærrar vélarinnar. Gott útsýni er útum bílinn og rýmið fyrir aftursætisfarþega er gott, en flestir samkeppnisbílar Kuga slá honum við í skottrými. Innréttingin í Kuga hefur tekið talsverðum framförum með þessari andlitslyftingu, en er þó enn á eftir sumum nýrri samkeppnisbílum sínum. Full ástæða er til að mæla með þessari 150 hestafla dísilútgáfu bílsins og mun Kuga vafalaust seljast best með henni, en ef klifrað er uppí 180 hestafla útgáfuna þarf að punga út hálfri milljón til viðbótar, þó svo fleira fáist með þeirri viðbót. Fyrir þá sem ekki sjá fyrir sér að nota mikið torfærueiginleika bílsins má líka spara sér hressilega með að taka bílinn aðeins með framhjóladrifi og sætta sig við 120 hestafla 1,5 lítra dísilvél, en með því sparast 900.000 kr. Ford Kuga á nokkra erfiða samkeppnisbíla, t.d. Nissan Qashqai, Honda CR-V, Volkswagen Tiguan og Mazda CX-5, en stendur samt ágætlega í verðsamanburði.Kostir: Vél, staðalbúnaður, útsýni, þægileg fjöðrunÓkostir: Skottrými, innrétting, skortir sportlega eiginleika 2,0 lítra dísilvél, 150 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla frá: 5,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 134 g/km CO2 Hröðun: 10,1 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð frá: 4.790.000 kr. Umboð: BrimborgGott aðgengi í skottrými, en farangursrými mætti vera stærra.Ekki vantar búnaðinn í Ford Kuga.Hér fer vel um aftursætisfarþega og hugsað fyrir öllu.Þægilegur aðgerðaskjárinn fyrir miðju mælaborðs.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent