Enn um hringa Þorvaldur Gylfason skrifar 4. maí 2017 07:00 Fákeppni tröllríður enn sem fyrr íslenzku efnahagslífi eins og ég hef lýst á þessum stað tvær undanfarnar vikur líkt og félagi minn Guðmundur Andri Thorsson. Byrðarnar sem fólkið í landinu ber af völdum fákeppninnar eru þungar eins og fram kemur t.d. í dómsskjölum um samráð olíufélaganna 1993-2001. Byrðarnar birtast einkum en þó ekki eingöngu í of háu verði til neytenda, þ.e. okri. Víst má telja að fákeppni á bankamarkaði og víðar leggi með líku lagi þungar byrðar á almenning enn sem fyrr. Bankarnir halda áfram að hegða sér eins og ríki í ríkinu svo sem ný dæmi vitna um. Hægt er að meta byrðarnar sem okrið leggur á neytendur með því að bera saman útgjöld neytenda við ráðandi okurverð og útgjöld þeirra eins og ætla má þau hefðu verið við heilbrigða samkeppni. Þessi aðferð m.a. var notuð við rannsókn á samráði olíufélaganna. Slík athugun hefur ekki farið fram á starfsemi bankanna aftur í tímann. Svo er önnur fær leið að sama marki. Frekar en að reyna að slá tölulegu mati á byrðarnar sem neytendur bera vegna okurs á fákeppnismarkaði sem útheimtir flókna útreikninga er hægt að skoða tækifærin sem fyrirtækjum bjóðast til okurs í krafti fákeppni. Þetta er gerlegt með því t.d. að skoða fjölda fyrirtækja á markaði og samanlagða markaðshlutdeild stærstu fyrirtækjanna á hverjum markaði.Bílar og fákeppni Byrjum í Bandaríkjunum. Þar eru þrjú gamalgróin bílafyrirtæki: General Motors, Ford og Chrysler sem heitir nú Fiat Chrysler. Samanlögð markaðshlutdeild þeirra var 45% í fyrra, 2016. Innlendu fákeppnisfyrirtækin þrjú seldu m.ö.o. næstum annan hvern bíl í landinu. Erlend bílafyrirtæki sjá bandarískum neytendum sem sagt fyrir meira en helmingi bílaflotans þar vestra; hlutdeild japanskra bílaframleiðenda á Bandaríkjamarkaði var 37% 2016. Fákeppnin milli bandarísku bílarisanna þriggja kemur ekki að sök vegna erlendrar samkeppni. Í Japan eru starfandi á þriðja tug innlendra bílaframleiðenda, þ. á m. Toyota, Honda, Daihatsu, Nissan, Suzuki, Mazda, Mitsubishi, Subaru, Isuzu, Kawasaki, Yamaha og Mitsuoka. Þessi fyrirtæki eru nógu mörg til að tryggja harða samkeppni um hylli japanskra neytenda þótt bílainnflutningur til Japans frá öðrum löndum sé háður ströngum hömlum. Hömlurnar gegn bílainnflutningi koma því ekki að sök í Japan þar eð innlendu framleiðendurnir eru svo margir.Íslenzkt okur ehf. Berum þessar lýsingar saman við Ísland. Hér heima er markaðshlutdeild stóru bankanna þriggja 97%. Erlend samkeppni er engin í þeim skilningi að enginn erlendur banki starfar á Íslandi. Einstaklingar og flest fyrirtæki hafa því yfirleitt ekki í önnur hús að venda. Bankarnir geta farið sínu fram eins og jafnan fyrr. Hrunið hefði átt að brýna stjórnvöld til að endurskoða skipulag bankakerfisins en ekki bólar enn á slíkri endurskipulagningu. Til samanburðar er markaðshlutdeild þriggja stærstu banka Bandaríkjanna innan við fjórðungur auk þess sem bandarískir bankar þurfa að keppa við erlenda banka á heimavelli. Erlend samkeppni á bankamarkaði er reglan í nálægum löndum. Ísland er einstök undantekning frá reglunni.Markaðshlutdeild þriggja stærstu olíufélaganna á innanlandsmarkaði hér heima er yfir 90%. Olíufélögin hafa aldrei þurft að sæta erlendri samkeppni, ekki frekar en bankarnir, og hafa því gengið á lagið, jafnvel með lögbrotum líkt og bankarnir, en nú styttist í erlenda samkeppni af hálfu Costco. Markaðshlutdeild þriggja stærstu tryggingafélaganna er 90%, engin erlend samkeppni þar. Þau voru öll fundin sek um ólöglegt verðsamráð 2002-2005. Tvö fyrirtæki á byggingavörumarkaði höfðu lengi um 90% markaðshlutdeild og voru bæði fundin sek um ólöglegt verðsamráð. Þýzkt fyrirtæki hefur veitt þeim samkeppni síðustu ár. Munstrið er býsna skýrt.Okrið burt Sumir líta svo á að Ísland hljóti ævinlega að vera undirlagt af okri vegna smæðar landsins og við því sé ekkert að gera þar eð ekki sé rúm fyrir fleiri stöndug fyrirtæki en þrjú í hverri grein. Ég er á öðru máli. Reynslan utan úr heimi sýnir þvert á móti að erlend viðskipti geta leyst lítil lönd undan oki smæðarinnar. Og ekki bara reynslan utan úr heimi: Íslendingar hrintu danskri einokunarverzlun af höndum sér á 19. öld en gættu þess ekki að halda innlendum okrurum í skefjum. Aðild Íslands að EFTA 1970 og EES 1994 ber einnig vitni; hún reisti loksins lagaskorður við okrinu. Til að firra almenning okri í krafti einokunar eða fákeppni þurfa lönd annaðhvort að vera stór, þ.e. fjölmenn, eða búa við heilbrigða erlenda samkeppni nema hvort tveggja sé. Fólksfæð og fákeppni eru banvæn blanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fákeppni tröllríður enn sem fyrr íslenzku efnahagslífi eins og ég hef lýst á þessum stað tvær undanfarnar vikur líkt og félagi minn Guðmundur Andri Thorsson. Byrðarnar sem fólkið í landinu ber af völdum fákeppninnar eru þungar eins og fram kemur t.d. í dómsskjölum um samráð olíufélaganna 1993-2001. Byrðarnar birtast einkum en þó ekki eingöngu í of háu verði til neytenda, þ.e. okri. Víst má telja að fákeppni á bankamarkaði og víðar leggi með líku lagi þungar byrðar á almenning enn sem fyrr. Bankarnir halda áfram að hegða sér eins og ríki í ríkinu svo sem ný dæmi vitna um. Hægt er að meta byrðarnar sem okrið leggur á neytendur með því að bera saman útgjöld neytenda við ráðandi okurverð og útgjöld þeirra eins og ætla má þau hefðu verið við heilbrigða samkeppni. Þessi aðferð m.a. var notuð við rannsókn á samráði olíufélaganna. Slík athugun hefur ekki farið fram á starfsemi bankanna aftur í tímann. Svo er önnur fær leið að sama marki. Frekar en að reyna að slá tölulegu mati á byrðarnar sem neytendur bera vegna okurs á fákeppnismarkaði sem útheimtir flókna útreikninga er hægt að skoða tækifærin sem fyrirtækjum bjóðast til okurs í krafti fákeppni. Þetta er gerlegt með því t.d. að skoða fjölda fyrirtækja á markaði og samanlagða markaðshlutdeild stærstu fyrirtækjanna á hverjum markaði.Bílar og fákeppni Byrjum í Bandaríkjunum. Þar eru þrjú gamalgróin bílafyrirtæki: General Motors, Ford og Chrysler sem heitir nú Fiat Chrysler. Samanlögð markaðshlutdeild þeirra var 45% í fyrra, 2016. Innlendu fákeppnisfyrirtækin þrjú seldu m.ö.o. næstum annan hvern bíl í landinu. Erlend bílafyrirtæki sjá bandarískum neytendum sem sagt fyrir meira en helmingi bílaflotans þar vestra; hlutdeild japanskra bílaframleiðenda á Bandaríkjamarkaði var 37% 2016. Fákeppnin milli bandarísku bílarisanna þriggja kemur ekki að sök vegna erlendrar samkeppni. Í Japan eru starfandi á þriðja tug innlendra bílaframleiðenda, þ. á m. Toyota, Honda, Daihatsu, Nissan, Suzuki, Mazda, Mitsubishi, Subaru, Isuzu, Kawasaki, Yamaha og Mitsuoka. Þessi fyrirtæki eru nógu mörg til að tryggja harða samkeppni um hylli japanskra neytenda þótt bílainnflutningur til Japans frá öðrum löndum sé háður ströngum hömlum. Hömlurnar gegn bílainnflutningi koma því ekki að sök í Japan þar eð innlendu framleiðendurnir eru svo margir.Íslenzkt okur ehf. Berum þessar lýsingar saman við Ísland. Hér heima er markaðshlutdeild stóru bankanna þriggja 97%. Erlend samkeppni er engin í þeim skilningi að enginn erlendur banki starfar á Íslandi. Einstaklingar og flest fyrirtæki hafa því yfirleitt ekki í önnur hús að venda. Bankarnir geta farið sínu fram eins og jafnan fyrr. Hrunið hefði átt að brýna stjórnvöld til að endurskoða skipulag bankakerfisins en ekki bólar enn á slíkri endurskipulagningu. Til samanburðar er markaðshlutdeild þriggja stærstu banka Bandaríkjanna innan við fjórðungur auk þess sem bandarískir bankar þurfa að keppa við erlenda banka á heimavelli. Erlend samkeppni á bankamarkaði er reglan í nálægum löndum. Ísland er einstök undantekning frá reglunni.Markaðshlutdeild þriggja stærstu olíufélaganna á innanlandsmarkaði hér heima er yfir 90%. Olíufélögin hafa aldrei þurft að sæta erlendri samkeppni, ekki frekar en bankarnir, og hafa því gengið á lagið, jafnvel með lögbrotum líkt og bankarnir, en nú styttist í erlenda samkeppni af hálfu Costco. Markaðshlutdeild þriggja stærstu tryggingafélaganna er 90%, engin erlend samkeppni þar. Þau voru öll fundin sek um ólöglegt verðsamráð 2002-2005. Tvö fyrirtæki á byggingavörumarkaði höfðu lengi um 90% markaðshlutdeild og voru bæði fundin sek um ólöglegt verðsamráð. Þýzkt fyrirtæki hefur veitt þeim samkeppni síðustu ár. Munstrið er býsna skýrt.Okrið burt Sumir líta svo á að Ísland hljóti ævinlega að vera undirlagt af okri vegna smæðar landsins og við því sé ekkert að gera þar eð ekki sé rúm fyrir fleiri stöndug fyrirtæki en þrjú í hverri grein. Ég er á öðru máli. Reynslan utan úr heimi sýnir þvert á móti að erlend viðskipti geta leyst lítil lönd undan oki smæðarinnar. Og ekki bara reynslan utan úr heimi: Íslendingar hrintu danskri einokunarverzlun af höndum sér á 19. öld en gættu þess ekki að halda innlendum okrurum í skefjum. Aðild Íslands að EFTA 1970 og EES 1994 ber einnig vitni; hún reisti loksins lagaskorður við okrinu. Til að firra almenning okri í krafti einokunar eða fákeppni þurfa lönd annaðhvort að vera stór, þ.e. fjölmenn, eða búa við heilbrigða erlenda samkeppni nema hvort tveggja sé. Fólksfæð og fákeppni eru banvæn blanda.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun