Snilldarmark Rashford setur Man. Utd í góða stöðu | Sjáðu markið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. maí 2017 20:45 Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd, Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd,
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton dáinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira