Snilldarmark Rashford setur Man. Utd í góða stöðu | Sjáðu markið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. maí 2017 20:45 Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd, Evrópudeild UEFA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira
Ungstirnið Marcus Rashford sá til þess að Man. Utd er í afar fínni stöðu eftir fyrri leik sinn gegn Celta Vigo í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Rashford skoraði eina mark leiksins á Spáni með glæsilegu aukaspyrnumarki í síðari hálfleik. Táningurinn að stíga upp í fjarveru Zlatans. Man. Utd er því með útivallarmark og forskot fyrir heimaleik sinn á Old Trafford. United gekk afar vel að glíma við sóknarmenn Celta í leiknum sem þurfa að gera mun betur í síðari leiknum ætli það að eygja von um að komast í úrslitaleikinn. Hér fyrir neðan má lesa leiklýsingu leiksins.20.57: LEIK LOKIÐ !!! Man. Utd fer með fína stöðu til Manchester.20.52: Fimm mínútum bætt við venjulegan leiktíma.20.48: Pogba með glæsilegt skot rétt fram hjá markinu. Það er talsvert vonleysi í leik Celta þessa stundina. Þrjár mínútur eftir af venjulegum leiktíma.20.41: Aðeins mínútu eftir skiptinguna gerir Mourinho aðra skiptingu. Rashford er kallaður af velli og það tekur hann drjúgan - afar drjúgan - tíma að koma sér af velli við litla hrifningu leikmanna Celto og stuðningsmanna.20.39: Mkhitaryan kemur af velli og Ashley Young inn á fyrir hann. Tólf mínútur eftir af venjulegum leiktíma. United meira með boltann þessar mínútur.20.36: Boltinn hrekkur af varnarmanni Celta og beint fyrir fætur Jesse Lingaard sem er í góðu færi. Setur mikinn kraft í skotið og hittir ekki markið. Hefði átt að gera betur þarna.20.34: Aspas í ágætu skotfæri en ekki í jafnvægi. Skotið framhjá. Bæði lið hafa átt níu marktilraunir í leiknum en rúmur stundarfjórðunur er til leiksloka.20.27: 1-0 fyrir Manchester United! Hugo Mallo fær gult fyrir brot á Marcus Rashford rétt utan teigs. Réttur dómur. Fínt færi fyrir góðan spyrnumann. Rashford tekur bara spyrnuna sjálfur, lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið fjær! Glæsileg spyrna og United er búið að næla í dýrmætt útivallarmark!20.20: Hinn danski Pione Sisto, sem skoraði einmitt gegn Manchester United þegar hann lék með Midtjylland í fyrra, á fínt skot að marki sem Ramos ver yfir. Gott skot.20.13: United byrjar betur í síðari hálfleik en Celta á fyrsta almennilega færi síðari hálfleiks er Iago Aspas skallar sendingu Daniel Wass rétt fram hjá.19.50: Markalaust í leikhléi. Síðari hálfleikur verður áhugaverður.19.45: Fimm mínútur í hálfleik og enn markalaust. Leikurinn hlýtur að opnast meira í síðari hálfleik.19.33: Rúmur stundarfjórðungur til hálfleiks. Enn markalaust en meira líf í leiknum síðustu mínútur.19.25: Rashford með glæsilegt skot utan teigs sem markvörður Celta varði með stæl.19.21: Pogba vildi fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fékk ekki. Vafasamt.19.17: Frá litlu að segja annað en að Fellaini er enn inn á og veðrið er gott.19.11: Leikurinn fer rólega af stað eins og við var að búast.19.05: Leikurinn hafinn.18.45: Dómari leiksins kemur frá Rússlandi og heitir Sergei Karasev. Þrautreyndur kappi.18.42: Man. Utd hefur skorað fyrsta markið í síðustu átta leikjum sínum í keppninni. Henrikh Mkhitaryan hefur skorað fimm mörk fyrir United í keppninni og öll fimm mörkin hafa verið fyrsta mark þess leiks.18.38: Gamli Púllarinn Iago Aspas er stjarna hjá Celta en hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum í Evrópudeildinni í vetur. Hann er markahæstur í liði Celta.18.30: Komiði sæl og blessuð. Hér ætlum við að fylgjast með leik Celta Vigo og Man. Utd,
Evrópudeild UEFA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjá meira