Game of Thrones: Ætla að gera fjórar aðrar þáttaraðir Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2017 12:15 Ekki er ólíklegt að fjallað verði um uppreisn Robert Baratheon og Eddard Stark. Vísir/HBO Nú þegar endalok Game of Thrones þáttanna vinsælu nálgast hafa forsvarsmenn HBO, sem framleiða þættina, verið að íhuga hvernig þeir geta haldið fárinu lifandi. Viðræður um aðra þáttaraðir úr söguheimi George RR Martin hafa verið yfirstandi og nú er kominn botn í þær. Nú er unnið að fjórum nýjum þáttaröðum sem til stendur að fari í framleiðslu á næstu árum. Ekkert hefur verið gefið upp hvaða tímabil eða sögur þættirnir eigi að fjalla um, annað en að þeir eiga að „kanna mismunandi tímabil í umfangsmiklum og ríkum söguheimi George RR Martin“, samkvæmt Entertainment Weekly. Þróunin sem um ræðir snýst um fjórar hugmyndir frá fjórum mismunandi rithöfundum sem flestir hafa reynslu af skrifum varðandi stórar kvikmyndir. Um er að ræða þau Max Borenstein, Jane Goldman, Brian Helgeland og Carly Wray. George RR Martin mun einnig skrifa með þeim Helgeland og Wray. David Benioff og Dan Weiss, sem standa á bakvið Game of Thrones, hafa gefið út að þeir ætli ekki að koma að öðru efni innan söguheimsins, en þeir verða þó tengdir þáttunum sem „executive producers“, en guð einn veit hvað það þýðir varðandi aðkomu þeirra að þáttunum. Þeir vinna nú að því að ganga frá sjöundu seríu GOT og að undirbúa þá áttundu og síðustu.Fjölmargar sögur að segja Söguheimur George RR Martin er gríðarlega stór og umfangsmikill og spannar í raun hundruð ef ekki þúsundir ára. Það er svo enn stærra svæði sem er minna þekkt og mögulegt að rithöfundarnir gætu hugsað sér að kanna. Það eru þó nokkrar sögur sem ef til vill eru líklegri en aðrar, en margar þeirra snúa að Targaryen fjölskyldunni. Þar má nefna uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen fjölskyldunni í Westeros. Fall Valyria og flótti Targaryen fjölskyldunnar til Westeros. Hernám Aegon Targaryen og systra hans á Westeros. Einnig væri hægt að líta til forsögu Westeros og komu Fyrstu mannanna, eða Löngu næturinnar og byggingu veggsins. Annað sem gæti verið skemmtilegt, er saga Euron Greyjoy og ferðalaga hans um heiminn. Hann er mjög dulinn persóna í bókunum en þó er ljóst að hann er „hardcore“ drullusokkur. Persónulega þætti mér það mjög forvitnilegt. Þættirnir gætu einnig snúið að Essos og borgunum þar eða jafnvel að Dothraki þjóðinni. Það verður spennandi að sjá.Fyrsti þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones verður frumsýndur, meðal annars á Stöð 2, á miðnætti 16. júlí og svo aftur sýndur mánudagskvöldið 17. júlí. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nú þegar endalok Game of Thrones þáttanna vinsælu nálgast hafa forsvarsmenn HBO, sem framleiða þættina, verið að íhuga hvernig þeir geta haldið fárinu lifandi. Viðræður um aðra þáttaraðir úr söguheimi George RR Martin hafa verið yfirstandi og nú er kominn botn í þær. Nú er unnið að fjórum nýjum þáttaröðum sem til stendur að fari í framleiðslu á næstu árum. Ekkert hefur verið gefið upp hvaða tímabil eða sögur þættirnir eigi að fjalla um, annað en að þeir eiga að „kanna mismunandi tímabil í umfangsmiklum og ríkum söguheimi George RR Martin“, samkvæmt Entertainment Weekly. Þróunin sem um ræðir snýst um fjórar hugmyndir frá fjórum mismunandi rithöfundum sem flestir hafa reynslu af skrifum varðandi stórar kvikmyndir. Um er að ræða þau Max Borenstein, Jane Goldman, Brian Helgeland og Carly Wray. George RR Martin mun einnig skrifa með þeim Helgeland og Wray. David Benioff og Dan Weiss, sem standa á bakvið Game of Thrones, hafa gefið út að þeir ætli ekki að koma að öðru efni innan söguheimsins, en þeir verða þó tengdir þáttunum sem „executive producers“, en guð einn veit hvað það þýðir varðandi aðkomu þeirra að þáttunum. Þeir vinna nú að því að ganga frá sjöundu seríu GOT og að undirbúa þá áttundu og síðustu.Fjölmargar sögur að segja Söguheimur George RR Martin er gríðarlega stór og umfangsmikill og spannar í raun hundruð ef ekki þúsundir ára. Það er svo enn stærra svæði sem er minna þekkt og mögulegt að rithöfundarnir gætu hugsað sér að kanna. Það eru þó nokkrar sögur sem ef til vill eru líklegri en aðrar, en margar þeirra snúa að Targaryen fjölskyldunni. Þar má nefna uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen fjölskyldunni í Westeros. Fall Valyria og flótti Targaryen fjölskyldunnar til Westeros. Hernám Aegon Targaryen og systra hans á Westeros. Einnig væri hægt að líta til forsögu Westeros og komu Fyrstu mannanna, eða Löngu næturinnar og byggingu veggsins. Annað sem gæti verið skemmtilegt, er saga Euron Greyjoy og ferðalaga hans um heiminn. Hann er mjög dulinn persóna í bókunum en þó er ljóst að hann er „hardcore“ drullusokkur. Persónulega þætti mér það mjög forvitnilegt. Þættirnir gætu einnig snúið að Essos og borgunum þar eða jafnvel að Dothraki þjóðinni. Það verður spennandi að sjá.Fyrsti þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones verður frumsýndur, meðal annars á Stöð 2, á miðnætti 16. júlí og svo aftur sýndur mánudagskvöldið 17. júlí.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira