Lífið

Jóhanna Guðrún tekur Tvær stjörnur og neglir það

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng sig inn í hjörtu Íslendinga ung að árum.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng sig inn í hjörtu Íslendinga ung að árum. Vísir/Ernir
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og kærasti hennar Davíð Sigurgeirsson hafa sent frá sér ábreiðu af einu fallegasta íslenska lagi sem gefið hefur verið út. Tvær stjörnur eftir Megas.

Raunar er um besta íslenska ástarlagið að ræða að mati álitsgjafa Lífsins sem kváðu upp dóm sinn árið 2014.

Að neðan má heyra hvernig parinu tókst til en Jóhanna Guðrún segir að um eitt uppáhaldslagið sitt sé að ræða. Jóhann Guðrún hafnaði á sínum tíma í öðru sæti í Eurovision og hefur nokkrum sinnum verið beðin um að taka aftur þátt. Hún hefur alltaf hafnað því og útskýrði hvers vegna í ítarlegu viðtali við Elínu Albertsdóttur á Vísi á dögunum.

Parið er nokkuð iðið við að breiða fallega yfir íslensk sem erlend lög og birta á YouTube-síðunni YohannaMusic. Í fyrradag birtu þau ábreiðu af hinu fallega lagi Hallelujah eftir Leonard Cohen sem má einnig heyra hér að neðan.

Jóhanna Guðrún og Davíð eru sem stendur á tónleikaferðalagi um landið og spiluðu á Akureyri í gærkvöldi. Nánar um tónleikaferðalagið hér.


Tengdar fréttir

Er stundum misskilin

Jóhanna Guðrún söngkona er að undirbúa tónleikaferð um landið ásamt unnusta sínum, Davíð Sigurgeirssyni gítarleikara. Hún rekur átján ára feril sinn í tali og tónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.