Noregsmeistarar Rosenborgar mörðu sigur, 2-1, á Brann í dramatískum slag í kvöld.
Pål Andre Helland kom Rosenborg yfir á 8. mínútu en fór svo meiddur af velli á 41. mínútu. Í hans stað kom Matthías Vilhjálmsson.
Færeyingurinn Gilli Rólantsson jafnaði leikinn fyrir Brann á 79. mínútu en á annarri mínútu uppbótartímans þá lagði Matthías upp sigurmarkið fyrir Anders Konradsen.
Rosenborg fer venju samkvæmt vel af stað í deildinni og er komið með sex stiga forskot eftir sjö umferðir.
