Minnstu spámennirnir eru oftast leiðinlegastir Benedikt Bóas skrifar 8. maí 2017 09:00 Íslensku sjónvarpsmennirnir eru spenntir fyrir gengi Svölu Björgvinsdóttur frammi fyrir dómnefndarmönnum í kvöld. Mynd/Eurovision „Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“ Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
„Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira