Sænskur landsliðsmaður kemst ekki að fyrir Rúnari Alex: "Hann er mjög góður markvörður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 15:45 Rúnar Alex er að spila frábærlega fyrir Nordsjælland. vísir/getty Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira