Lífið

Asíski draumurinn: Flug­hræddur Steindi þakk­látur fyrir að vera á lífi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Steindi var dauðhræddur þar sem hann prófaði að fljúga flugvél í Víetnam.
Steindi var dauðhræddur þar sem hann prófaði að fljúga flugvél í Víetnam.
Það er ýmislegt lagt á sig til að hala inn stigum í þættinum Asíski draumurinn sem er á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum.

Í síðasta þætti þurfti Steindi jr. til að mynda að fljúga flugvél til að ná 10 stigum fyrir sig og Audda í keppninni við þá Pétur Jóhann og Sveppa en Steindi er vægast sagt mjög flughræddur og var því ekki par hrifinn af verkefninu.

Hann leysti það þó en með honum í vélinni var herra Halim, fyrrverandi orrustuflugmaður og einn helsti ofurhugi Víetnam, sem byrjaði flugferðina á nokkrum dýfum og snúningum. Okkar manni var því ekkert sérstaklega skemmt og ekki leið honum betur með að fljúga vélinni sjálfri svo herra Halim tók stjórnina fljótt aftur.

Steindi sagðist svo aldrei hafa verið jafn ánægður með að vera á lífi þegar hann var lentur en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Auddi og Steindi barðir í köku í Asíska drauminum

Þriðji þátturinn af Asíska drauminum var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar keppa þeir Pétur Jóhann Sigfússon og Sverrir Þór Sverrisson á móti Auðunni Blöndal og Steinda Jr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.