Atkvæði dómaranna gilda til hálfs við símakosninguna sem fer fram á morgun eftir að Svala og hinar 17 þjóðirnar sem keppa á fyrri undanúrslitakvöldinu hafa flutt lögin sín í beinni útsendingu. Svala er sú 13. í röðinni á svið á morgun.
Í færslu þar sem forsetinn fer yfir ýmislegt sem á daga hans hefur drifið undanfarna daga skýtur hann því að í lokin að Eurovision-gleðin í Kænugarði sé framundan.
„Á morgun hefst líka Eurovisiongleðin í Kænugarði. Við Eliza óskum Svölu og félögum auðvitað góðs gengis í keppninni!“ segir Guðni.
Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.
Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.
Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.