„Þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 8. maí 2017 17:00 Mikið að gera hjá Felix úti í Úkraínu. „Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis. Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
„Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. „Ég held utan um alla okkar framgöngu hér úti og passa upp á það að allir séu á réttum stað á réttum tíma og ég er svona okkar andlit út á við gagnvart öðrum þjóðum.“ Felix segir að íslensa hópnum sé mjög vel tekið úti í Kænugarði. „Eurovision er alveg ótrúlega skemmtilegt fyrirbrigði af því leytinu til að hér eru 42 þjóðir að keppa en samt sem áður eru þær líka bara að koma saman og syngja,“ segir fararstjórinn og bætir við að það hafi alltaf verið hugsun keppninnar að þjóðir gætu sameinast í söng. „Keppnin er sett á stökk í kjölfar hina hræðilegu heimstyrjalda í álfunni og var því hugsunin sú að þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan. Það er nákvæmlega svoleiðis stemmning hér. Hér er fólk að syngja saman og það reynir eins og það mögulega getur að leiða pólitíkina hjá sér.“ Hann segir að það sé samt sem áður alltaf einhver pólitík í Eurovision. „Maður sér það til að mynda í máli Rússa og Úkraínumanna. Þær þjóðir eru bara í hálfgerðu stríði þó að maður megi kannski ekki segja það upphátt. Þar að leiðandi er þetta alltaf flókið. “Stúttfullur staður af hæfileikaríkum listamönnum Felix segir að það sé allt að langmestu leyti mjög friðsamlegt. „Fyrst og fremst eru hér listamenn og mikið af hæfileikafólki sem er að koma hérna saman og það er það sem allir upplifa sem koma á Eurovision í fyrsta sinn, hvað það er mikið af hæfileikafólki. Margir tala um þetta sem sirkus og vissulega er þetta sjónvarpsþáttur og afþreygingarefni en það er mikið af hæfileikafólki og mikið af góðum sjónvarpsmönnum.“ Hann segir að það hafi verið tekið vel á móti Svölu Björgvinsdóttur sem stígur á svið í dómararennslinu í Kænugarði í kvöld. „Við gerum okkur mjög vel grein fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er falin, við erum hér fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Við reynum að koma vel fram og gera okkar allra allra besta. Við verðum bara að sjá til hvernig gengur á mánudags og þriðjudagskvöldið.“ Felix segir að kvöldið í kvöld sé gríðarlega mikilvægt en þar koma inn helmingur af stigum þjóðanna. „Í kvöld mun dómnefnd úr hverju landi sem er með okkur í riðli gefa stig og telur það alveg jafn mikið og atkvæðin á þriðjudagskvöldinu.“Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins og Facebook-síðu Vísis.
Eurovision Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira