Þakkar íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn: „Hef bara engan tíma fyrir stress“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2017 18:45 Svala er klár í slaginn. „Ég er svo spennt og get ekki beðið eftir því að fara á sviðið,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem stígur á sviðið í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. Hún tekur þá lagið Paper á fyrra undanúrslitakvöldinu. „Maður er bara komin í svo mikinn fíling og ég er núna búin að æfa þetta svo oft. Þannig að núna líður manni bara rosalega vel á sviðinu. Ég er líka alltaf svo peppuð þegar ég stíg á sviðið því að vinir mínir frá Moldóvíu eru á undan mér, og það er svo mega mikið stuðlag að ég er alltaf komin í geðveikan gír þegar ég fer upp á svið.“ Hún segir að gærdagurinn hafi gengið mjög vel en þá söng hún á dómararennslinu sem hefur fimmtíu prósent vægi á við atkvæðagreiðslu Evrópubúa. „Mér leið mjög vel á sviðinu og það gekk allt rosalega vel og ég var mjög ánægð eftir gærdaginn.“ Tugir milljóna munu horfa á Svölu koma fram í sjónvarpinu í kvöld en það stressar söngkonuna lítið. „Ég hugsa ekkert um þennan fjölda. Ég hef ekkert tíma til þess því að ég er að hlusta á mig syngja, ég þarf að vinna með myndatökumanninum og passa að detta ekki og muna sporin mín. Ég hef bara engan tíma fyrir stress,“ segir Svala sem vill fá að þakka íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn síðustu daga. Svala söng lag sitt Paper en hún stígur á svið þrettánda í röðinni í dómararennslinu í kvöld. Svo kemur hún auðvitað fram annað kvöld og það í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision-keppninni. Eurovision Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Ég er svo spennt og get ekki beðið eftir því að fara á sviðið,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem stígur á sviðið í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. Hún tekur þá lagið Paper á fyrra undanúrslitakvöldinu. „Maður er bara komin í svo mikinn fíling og ég er núna búin að æfa þetta svo oft. Þannig að núna líður manni bara rosalega vel á sviðinu. Ég er líka alltaf svo peppuð þegar ég stíg á sviðið því að vinir mínir frá Moldóvíu eru á undan mér, og það er svo mega mikið stuðlag að ég er alltaf komin í geðveikan gír þegar ég fer upp á svið.“ Hún segir að gærdagurinn hafi gengið mjög vel en þá söng hún á dómararennslinu sem hefur fimmtíu prósent vægi á við atkvæðagreiðslu Evrópubúa. „Mér leið mjög vel á sviðinu og það gekk allt rosalega vel og ég var mjög ánægð eftir gærdaginn.“ Tugir milljóna munu horfa á Svölu koma fram í sjónvarpinu í kvöld en það stressar söngkonuna lítið. „Ég hugsa ekkert um þennan fjölda. Ég hef ekkert tíma til þess því að ég er að hlusta á mig syngja, ég þarf að vinna með myndatökumanninum og passa að detta ekki og muna sporin mín. Ég hef bara engan tíma fyrir stress,“ segir Svala sem vill fá að þakka íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn síðustu daga. Svala söng lag sitt Paper en hún stígur á svið þrettánda í röðinni í dómararennslinu í kvöld. Svo kemur hún auðvitað fram annað kvöld og það í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision-keppninni.
Eurovision Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira