Hvar er best að búa? Keyptu 550 fermetra skóla á 7,5 milljónir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 30. apríl 2017 13:51 Hvern dreymir ekki um að rífa sig upp úr rútínunni og flytja með fjölskylduna til útlanda? Lóa Pind heimsækir í nýrri þáttaröð „Hvar er best að búa” íslenskar fjölskyldur sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast. Í fyrsta þætti, sem verður á dagskrá Stöðvar 2 mánudagskvöldið 1. maí, heimsækir hún Ríkey og Reyni sem keyptu stóran skóla á Lálandi í Danmörku síðla árs 2015. Síðan þá hafa þau verið í nánast fullri vinnu við að gera húsið í stand til að opna þar gistiheimili. Þegar þau voru að verða uppiskroppa með framkvæmdafé tókst þeim að fá danskt húsnæðislán til að klára framkvæmdirnar. Og komust þá í kynni við lánamarkað, gerólíkan þeim íslenska. Í boði var að taka tuttugu ára óverðtryggt lán með föstum vöxtum. Það er ekki hægt á Íslandi, þar er lengst hægt að fá óverðtryggt lán með föstum vöxtum til fimm ára. Vextirnir eru fjórum sinnum hærri á Íslandi. Enn meiri munur eru á óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum - þeir eru fjörutíu sinnum hærri á Íslandi. Nánar verður fjallað um þessi mál í heimsókninni til Ríkeyjar og Reynis í gistiheimilinu Fjelde á Lálandi. Fyrsti þáttur verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:55, mánudagskvöldið 1. maí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson. Hvar er best að búa? Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Hvern dreymir ekki um að rífa sig upp úr rútínunni og flytja með fjölskylduna til útlanda? Lóa Pind heimsækir í nýrri þáttaröð „Hvar er best að búa” íslenskar fjölskyldur sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast. Í fyrsta þætti, sem verður á dagskrá Stöðvar 2 mánudagskvöldið 1. maí, heimsækir hún Ríkey og Reyni sem keyptu stóran skóla á Lálandi í Danmörku síðla árs 2015. Síðan þá hafa þau verið í nánast fullri vinnu við að gera húsið í stand til að opna þar gistiheimili. Þegar þau voru að verða uppiskroppa með framkvæmdafé tókst þeim að fá danskt húsnæðislán til að klára framkvæmdirnar. Og komust þá í kynni við lánamarkað, gerólíkan þeim íslenska. Í boði var að taka tuttugu ára óverðtryggt lán með föstum vöxtum. Það er ekki hægt á Íslandi, þar er lengst hægt að fá óverðtryggt lán með föstum vöxtum til fimm ára. Vextirnir eru fjórum sinnum hærri á Íslandi. Enn meiri munur eru á óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum - þeir eru fjörutíu sinnum hærri á Íslandi. Nánar verður fjallað um þessi mál í heimsókninni til Ríkeyjar og Reynis í gistiheimilinu Fjelde á Lálandi. Fyrsti þáttur verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:55, mánudagskvöldið 1. maí. Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.
Hvar er best að búa? Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira