Íslendingaliðið Djurgården tapaði sínum öðrum leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Djurgården laut þá í lægra haldi fyrir Linköpings, 2-1.
Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Djurgården og Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.
Djurgården er í 9. sæti deildarinnar með þrjú stig.
Í sænsku karladeildinni gerðu AIK og GIF Sundsvall markalaust jafntefli.
Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall en Haukur Heiðar Hauksson lék ekki með AIK í dag.
AIK er í 5. sæti deildarinnar með átta stig og Sundsvall í því þrettánda með sex stig.
