53 fiska holl í Eldvatni Karl Lúðvíksson skrifar 23. apríl 2017 10:00 Heiðar Logi með flottan birting úr Eldvatni. Mynd: Illona Illana með stórann sjóbirtingMynd: Heiðar Logi Núna stendur vorveiði á sjóbirting sem hæst og veiðin virðist vera mjög góð á öllum helstu veiðislóðum. Það sem síðan gleður er að heyra að veiðin í Eldvatni sé öll að lifna við en þetta svæði var orðið heldur rólegt síðustu ár. Það hefur verið unnið markvisst í að byggja það upp aftur og það er ekki annað að heyra en að það hafi tekist vel en holl sem lauk veiðum þar í vikunni gerði frábæra veiði. Heiðar Logi Sigtryggssson var þar við veiðar ásamt unnustu sinni Ilonu og vinum og landaði hópurinn samtals 53 fiskum á tveimur dögum og stangarfjöldinn aðeins 6 stangir. Við fengum smá skeyti frá Heiðari: "Við kærustuparið fórum ásamt fræknu föruneyti til veiðar í Eldvatni. Spennan mikil en væntingar ekki eins. Eldvatn býður uppá 6 stangir og feiknastórtsvæði. Þessi túr fór langt fram úr væntingum !! 27 stk hjá okkur eftir 2 daga veiði ! Hópurinn samanlagt 53 fiskar.Veiddum við hjùin þetta a tvíhendur og switchstangir og notuðumst við sökktaum að mestu leyti. Allir fiskarnir teknir á harða strippi !! Dýrbítur með og án gúmmilappa. Geggjaðar tökur !! Þrátt fyrir niðurgöngubirting gaf hann heljarinnar baráttu. Við fengum nokkra í stærri kantinum 87,84,80,80,77 og svo aðra minni. Stærsti birtingurinn í ferðinni var hjá Pálma 95 cm hængur. Hefðum getað sett hendina að olnboga uppí höfðingjann. Væri til í taka hann nýgenginn ! Eftir þennan túr langar mér bara aftur í Eldvatn . Flott á ! Takk fyrir mig Eldvatn við sjáumst aftur!" Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði
Illana með stórann sjóbirtingMynd: Heiðar Logi Núna stendur vorveiði á sjóbirting sem hæst og veiðin virðist vera mjög góð á öllum helstu veiðislóðum. Það sem síðan gleður er að heyra að veiðin í Eldvatni sé öll að lifna við en þetta svæði var orðið heldur rólegt síðustu ár. Það hefur verið unnið markvisst í að byggja það upp aftur og það er ekki annað að heyra en að það hafi tekist vel en holl sem lauk veiðum þar í vikunni gerði frábæra veiði. Heiðar Logi Sigtryggssson var þar við veiðar ásamt unnustu sinni Ilonu og vinum og landaði hópurinn samtals 53 fiskum á tveimur dögum og stangarfjöldinn aðeins 6 stangir. Við fengum smá skeyti frá Heiðari: "Við kærustuparið fórum ásamt fræknu föruneyti til veiðar í Eldvatni. Spennan mikil en væntingar ekki eins. Eldvatn býður uppá 6 stangir og feiknastórtsvæði. Þessi túr fór langt fram úr væntingum !! 27 stk hjá okkur eftir 2 daga veiði ! Hópurinn samanlagt 53 fiskar.Veiddum við hjùin þetta a tvíhendur og switchstangir og notuðumst við sökktaum að mestu leyti. Allir fiskarnir teknir á harða strippi !! Dýrbítur með og án gúmmilappa. Geggjaðar tökur !! Þrátt fyrir niðurgöngubirting gaf hann heljarinnar baráttu. Við fengum nokkra í stærri kantinum 87,84,80,80,77 og svo aðra minni. Stærsti birtingurinn í ferðinni var hjá Pálma 95 cm hængur. Hefðum getað sett hendina að olnboga uppí höfðingjann. Væri til í taka hann nýgenginn ! Eftir þennan túr langar mér bara aftur í Eldvatn . Flott á ! Takk fyrir mig Eldvatn við sjáumst aftur!"
Mest lesið Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um helgina Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Veiði hófst í Hólaá 1. apríl Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði