Moran fæddist í Burbank í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum og hóf barnung feril sinn í kvikmyndabransanum. Hún bjó því yfir áratugareynslu þegar hún fékk hlutverk Joanie í Happy Days árið 1974.
Á síðari árum hafði hún leikið í sjónvarpsþáttum á borð við The Love Boat og Murder, She Wrote.
Ron Howard, meðleikari hennar í Happy Days, minntist Moran á Twitter síðu sinni:
Such sad sad news. RIP Erin. I'll always choose to remember you on our show making scenes better, getting laughs and lighting up tv screens. https://t.co/8HmdL0JKlf
— Ron Howard (@RealRonHoward) April 23, 2017