Óskar Hrafn erfiðastur en Hjörvar nokkuð auðveldur viðureignar Benedikt Bóas skrifar 26. apríl 2017 07:00 „Það blundar í mér að vera meira fyrir aftan myndavélina,“ segir Auðunn Blöndal en hann leikstýrði nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-deildarmörkin sem sýnd eru á Stöð 2 Sport. Pepsi-deildin hefst með pompi og prakt á sunnudag og verður upphitunarþáttur í opinni dagskrá á föstudagskvöld. Auglýsingin var frumsýnd í gær en þetta var fyrsta leikstjórnarverkefni Auðuns. Hann skrifaði að auki handritið. „Að vera meira fyrir aftan myndavélina er eitthvað sem ég hef áhuga á. Það hefur komið með árunum og ef ég myndi fara að læra eitthvað núna þá væri það leikstjórn, ekki spurning,“ segir hann.Auðunn hefur áhuga á því að færa sig meira fyrir aftan myndavélarnar.Vísir/VilhelmAuðunn hefur átt gott ár fyrir framan myndavélina og frammistaða hans í Asíska draumnum, Satt eða logið og Steypustöðinni hefur fest hann í sessi sem frábæran leikara. Nú fór hann í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og stýrði góðvini sínum Hjörvari Hafliðasyni, Herði Magnússyni, Óskari Hrafn Þorvaldssyni og Loga Ólafssyni sem munu stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildina. Auk þeirra koma Íslandsmeistarar FH við sögu og Víkingur úr Reykjavík þar sem nokkrir leikmenn bera á sér bossann í sturtu. „Leikararnir fóru allir á kostum og voru hrikalega góðir. Ég hef alltaf sagt að Hörður sé til dæmis mun betri leikari en fólk áttar sig á,“ segir Auðunn en eins og flestir vita eru góð Hörður góð leikaragen í Herði en faðir hans, Magnús Ólafsson, er enn að slá í gegn á hvíta tjaldinu. „Óskar Hrafn var erfiðastur. Trúlega vegna þess að honum fannst óþægilegt að vera að leika. Hjörvar var svo nokkuð auðveldur viðureignar,“ segir hann en þeim er vel til vina. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport verður viðureign ÍA og FH á sunnudag en fyrstu Pepsi-mörkin rúlla af stað á verkalýðsdaginn, 1. maí, þegar fyrstu umferð lýkur.Meistaraflokkur Víkings Reykjavíkur berháttar sig í auglýsingunni fyrir eftirminnilegt sturtuskot. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Það blundar í mér að vera meira fyrir aftan myndavélina,“ segir Auðunn Blöndal en hann leikstýrði nýrri auglýsingu fyrir Pepsi-deildarmörkin sem sýnd eru á Stöð 2 Sport. Pepsi-deildin hefst með pompi og prakt á sunnudag og verður upphitunarþáttur í opinni dagskrá á föstudagskvöld. Auglýsingin var frumsýnd í gær en þetta var fyrsta leikstjórnarverkefni Auðuns. Hann skrifaði að auki handritið. „Að vera meira fyrir aftan myndavélina er eitthvað sem ég hef áhuga á. Það hefur komið með árunum og ef ég myndi fara að læra eitthvað núna þá væri það leikstjórn, ekki spurning,“ segir hann.Auðunn hefur áhuga á því að færa sig meira fyrir aftan myndavélarnar.Vísir/VilhelmAuðunn hefur átt gott ár fyrir framan myndavélina og frammistaða hans í Asíska draumnum, Satt eða logið og Steypustöðinni hefur fest hann í sessi sem frábæran leikara. Nú fór hann í leikstjórastólinn í fyrsta sinn og stýrði góðvini sínum Hjörvari Hafliðasyni, Herði Magnússyni, Óskari Hrafn Þorvaldssyni og Loga Ólafssyni sem munu stýra umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildina. Auk þeirra koma Íslandsmeistarar FH við sögu og Víkingur úr Reykjavík þar sem nokkrir leikmenn bera á sér bossann í sturtu. „Leikararnir fóru allir á kostum og voru hrikalega góðir. Ég hef alltaf sagt að Hörður sé til dæmis mun betri leikari en fólk áttar sig á,“ segir Auðunn en eins og flestir vita eru góð Hörður góð leikaragen í Herði en faðir hans, Magnús Ólafsson, er enn að slá í gegn á hvíta tjaldinu. „Óskar Hrafn var erfiðastur. Trúlega vegna þess að honum fannst óþægilegt að vera að leika. Hjörvar var svo nokkuð auðveldur viðureignar,“ segir hann en þeim er vel til vina. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport verður viðureign ÍA og FH á sunnudag en fyrstu Pepsi-mörkin rúlla af stað á verkalýðsdaginn, 1. maí, þegar fyrstu umferð lýkur.Meistaraflokkur Víkings Reykjavíkur berháttar sig í auglýsingunni fyrir eftirminnilegt sturtuskot.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira