M. Night Shyamalan gerir framhald að Unbreakable og Split Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 16:50 Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable. Vísir Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan hefur uppljóstrað áætlun sína um að gera framhald myndanna Split og Unbreakable sem mun fá heitið Glass.Á vef Variety er greint frá því að Bruce Willis, Samuel L. Jackson, James McAvoy og Anya Taylor-Joy muni fara með aðalhlutverk í þessari mynd. Unbreakable kom út árið 2000 en í henni fóru Bruce Willis og Samuel L. Jackson með aðalhlutverkin. Myndin fjallaði um öryggisvörð sem kemst að því að hann er nánast ónæmur fyrir hverskyns skaða og jafnframt sterkari en meðalmaðurinn. Bruce Willis fer með hlutverk öryggisvarðarins en Samuel L. Jackson lék myndasögusafnarann Elijah Price sem er ólíkt persónu Bruce Willis, afar viðkvæmur fyrir öllu hnjaski.Split kom út í ár en hún segir frá manni sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum. Hann nemur þrjár táningsstúlkur á brott en þær uppgötva að þær verði að sleppa úr haldi áður en 24. persónuleikinn brýst fram í ræningja þeirra. James McAvoy og Anya Taylor-Joy léku aðalhlutverkin í Split.Shyamalan greindi frá þessu fyrirætlunum sínum á Twitter en þar sagði hann handrit þessarar myndar hafa verið í vinnslu í sautján ár. „Það var alltaf draumur minn að þessar tvær myndir myndu sameinast í þriðju myndinni,“ segir Shyamalan á Twitter. Myndin verður frumsýnd á heimsvísu 18. janúar á næsta ári.Tweets by MNightShyamalan Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan hefur uppljóstrað áætlun sína um að gera framhald myndanna Split og Unbreakable sem mun fá heitið Glass.Á vef Variety er greint frá því að Bruce Willis, Samuel L. Jackson, James McAvoy og Anya Taylor-Joy muni fara með aðalhlutverk í þessari mynd. Unbreakable kom út árið 2000 en í henni fóru Bruce Willis og Samuel L. Jackson með aðalhlutverkin. Myndin fjallaði um öryggisvörð sem kemst að því að hann er nánast ónæmur fyrir hverskyns skaða og jafnframt sterkari en meðalmaðurinn. Bruce Willis fer með hlutverk öryggisvarðarins en Samuel L. Jackson lék myndasögusafnarann Elijah Price sem er ólíkt persónu Bruce Willis, afar viðkvæmur fyrir öllu hnjaski.Split kom út í ár en hún segir frá manni sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum. Hann nemur þrjár táningsstúlkur á brott en þær uppgötva að þær verði að sleppa úr haldi áður en 24. persónuleikinn brýst fram í ræningja þeirra. James McAvoy og Anya Taylor-Joy léku aðalhlutverkin í Split.Shyamalan greindi frá þessu fyrirætlunum sínum á Twitter en þar sagði hann handrit þessarar myndar hafa verið í vinnslu í sautján ár. „Það var alltaf draumur minn að þessar tvær myndir myndu sameinast í þriðju myndinni,“ segir Shyamalan á Twitter. Myndin verður frumsýnd á heimsvísu 18. janúar á næsta ári.Tweets by MNightShyamalan
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira