M. Night Shyamalan gerir framhald að Unbreakable og Split Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2017 16:50 Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable. Vísir Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan hefur uppljóstrað áætlun sína um að gera framhald myndanna Split og Unbreakable sem mun fá heitið Glass.Á vef Variety er greint frá því að Bruce Willis, Samuel L. Jackson, James McAvoy og Anya Taylor-Joy muni fara með aðalhlutverk í þessari mynd. Unbreakable kom út árið 2000 en í henni fóru Bruce Willis og Samuel L. Jackson með aðalhlutverkin. Myndin fjallaði um öryggisvörð sem kemst að því að hann er nánast ónæmur fyrir hverskyns skaða og jafnframt sterkari en meðalmaðurinn. Bruce Willis fer með hlutverk öryggisvarðarins en Samuel L. Jackson lék myndasögusafnarann Elijah Price sem er ólíkt persónu Bruce Willis, afar viðkvæmur fyrir öllu hnjaski.Split kom út í ár en hún segir frá manni sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum. Hann nemur þrjár táningsstúlkur á brott en þær uppgötva að þær verði að sleppa úr haldi áður en 24. persónuleikinn brýst fram í ræningja þeirra. James McAvoy og Anya Taylor-Joy léku aðalhlutverkin í Split.Shyamalan greindi frá þessu fyrirætlunum sínum á Twitter en þar sagði hann handrit þessarar myndar hafa verið í vinnslu í sautján ár. „Það var alltaf draumur minn að þessar tvær myndir myndu sameinast í þriðju myndinni,“ segir Shyamalan á Twitter. Myndin verður frumsýnd á heimsvísu 18. janúar á næsta ári.Tweets by MNightShyamalan Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn M. Night Shyamalan hefur uppljóstrað áætlun sína um að gera framhald myndanna Split og Unbreakable sem mun fá heitið Glass.Á vef Variety er greint frá því að Bruce Willis, Samuel L. Jackson, James McAvoy og Anya Taylor-Joy muni fara með aðalhlutverk í þessari mynd. Unbreakable kom út árið 2000 en í henni fóru Bruce Willis og Samuel L. Jackson með aðalhlutverkin. Myndin fjallaði um öryggisvörð sem kemst að því að hann er nánast ónæmur fyrir hverskyns skaða og jafnframt sterkari en meðalmaðurinn. Bruce Willis fer með hlutverk öryggisvarðarins en Samuel L. Jackson lék myndasögusafnarann Elijah Price sem er ólíkt persónu Bruce Willis, afar viðkvæmur fyrir öllu hnjaski.Split kom út í ár en hún segir frá manni sem býr yfir 23 mismunandi persónuleikum. Hann nemur þrjár táningsstúlkur á brott en þær uppgötva að þær verði að sleppa úr haldi áður en 24. persónuleikinn brýst fram í ræningja þeirra. James McAvoy og Anya Taylor-Joy léku aðalhlutverkin í Split.Shyamalan greindi frá þessu fyrirætlunum sínum á Twitter en þar sagði hann handrit þessarar myndar hafa verið í vinnslu í sautján ár. „Það var alltaf draumur minn að þessar tvær myndir myndu sameinast í þriðju myndinni,“ segir Shyamalan á Twitter. Myndin verður frumsýnd á heimsvísu 18. janúar á næsta ári.Tweets by MNightShyamalan
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein