Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Norrköping sem vann 3-0 sigur á Jonköpings á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Með sigrinum komst Norrköping upp í 3. sæti deildarinnar. Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu en Alfons Sampsted sat allan tímann á varamannabekknum hjá Norrköping.
Árni Vilhjálmsson lék síðustu 22 mínúturnar í liði Jonköpings sem er í 10. sæti deildarinnar.
Haukur Heiðar Hauksson lék ekki með AIK sem vann 1-0 heimasigur á Sirius. AIK er í 9. sæti deildarinnar.
Jón Guðni og félagar héldu hreinu og skutust upp í 3. sætið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
