Skotmarkið sagt vopn ætluð Hezbollah Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Sprengingin heyrðist um alla Damaskus. Frá því er greint að hún hafi hæft vopn sem átti að smygla til Hezbollah-samtakanna. Nordicphotos/AFP Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira