Lítið að gerast í nærvötnum borgarinnar Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2017 11:13 Það er ennþá rólegt yfir veiðinni í Elliðavatni. Mynd: Veiðikortið Það má lengi reyna á þolinmæði veiðimanna á vorinn enda yfirleitt mikil veðrabrigði og vötnin köld og takan erfið eftir því. Þetta vor virðist ekki ætla vera auðvelt fyrir veiðimenn en það er óhætt að segja að aprílmánuður hafi boðið upp á allt það versta sem veiðimenn geta lent í hvað veður snertir í það minnsta. Það hefur verið kalt, hvasst og snjóað á sumum dögum all hressilega þannig að veiðimenn óðu skafla við veiðistaðina. Það er ekki að sjá að það sé mikil breyting þar á næstu daga en rok og rigning er það sem einkennir verðurspánna út næstu viku. Þrátt fyrir þetta verður er staðið við bakkann víða og sjóbirtingsveiðin hefur til að mynda verið fín þrátt fyrir afleitt veður á köflum en það sama verður ekki sagt um vatnaveiðina og þá helst á þetta við um vötnin í úthverfum Reykjavíkur. Þingvallavatn er undanskilið þessari athugun enda fer bleikjan ekki á stjá þar fyrr en hlýnar og urriðaveiðin hefur verið eins og búist var við. Það hefur aftur á móti verið afskaplega lítið að frétta úr Elliðavatni og Vífilstaðavatni en þessi vötn eru mikið sótt af veiðimönnum og sérstaklega frá opnun og fram á mitt sumar. Það er lítil veiði en samt einhver í Elliðavatni sem má kannski að einhverju leiti skrifa á aðstæður en þó ekki alla dagana. Meira að segja á lygnum dögum þegar vatnið hefur verið ágætlega sótt hefur veiðin verið lítil. Hvort þetta skrifast á aðstæður eða eitthvað annað er svo álitamál en þeir sem þekkja vatnið vel segja að annað hvort sé minna af fiski núna en áður eða að fiskurinn liggji ennþá á dýpra vatni og komi nær landi þegar hlýnar sem er þó óvenjulegt því það veiðist oft vel á vorin við landið. Frá Vífilstaðavatni hefur lítið frést og ekki hefur Veiðivísir fregnir af nema einum fisk dregnum á land úr sínum veiðihóp sem þekkir þetta vatn vel og liggja menn ekki á skoðunum sínum með ástæður þess efnis. Bleikjan er bara að hverfa úr vatninu. Í Elliðavatni eru hlutföll bleikju á móti urriða ekki nema 20-30% en það var alveg öfugt fyrir einhverjum árum síðan en hlýnandi veðurfar er bleikjunni ekki að skapi. Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Það má lengi reyna á þolinmæði veiðimanna á vorinn enda yfirleitt mikil veðrabrigði og vötnin köld og takan erfið eftir því. Þetta vor virðist ekki ætla vera auðvelt fyrir veiðimenn en það er óhætt að segja að aprílmánuður hafi boðið upp á allt það versta sem veiðimenn geta lent í hvað veður snertir í það minnsta. Það hefur verið kalt, hvasst og snjóað á sumum dögum all hressilega þannig að veiðimenn óðu skafla við veiðistaðina. Það er ekki að sjá að það sé mikil breyting þar á næstu daga en rok og rigning er það sem einkennir verðurspánna út næstu viku. Þrátt fyrir þetta verður er staðið við bakkann víða og sjóbirtingsveiðin hefur til að mynda verið fín þrátt fyrir afleitt veður á köflum en það sama verður ekki sagt um vatnaveiðina og þá helst á þetta við um vötnin í úthverfum Reykjavíkur. Þingvallavatn er undanskilið þessari athugun enda fer bleikjan ekki á stjá þar fyrr en hlýnar og urriðaveiðin hefur verið eins og búist var við. Það hefur aftur á móti verið afskaplega lítið að frétta úr Elliðavatni og Vífilstaðavatni en þessi vötn eru mikið sótt af veiðimönnum og sérstaklega frá opnun og fram á mitt sumar. Það er lítil veiði en samt einhver í Elliðavatni sem má kannski að einhverju leiti skrifa á aðstæður en þó ekki alla dagana. Meira að segja á lygnum dögum þegar vatnið hefur verið ágætlega sótt hefur veiðin verið lítil. Hvort þetta skrifast á aðstæður eða eitthvað annað er svo álitamál en þeir sem þekkja vatnið vel segja að annað hvort sé minna af fiski núna en áður eða að fiskurinn liggji ennþá á dýpra vatni og komi nær landi þegar hlýnar sem er þó óvenjulegt því það veiðist oft vel á vorin við landið. Frá Vífilstaðavatni hefur lítið frést og ekki hefur Veiðivísir fregnir af nema einum fisk dregnum á land úr sínum veiðihóp sem þekkir þetta vatn vel og liggja menn ekki á skoðunum sínum með ástæður þess efnis. Bleikjan er bara að hverfa úr vatninu. Í Elliðavatni eru hlutföll bleikju á móti urriða ekki nema 20-30% en það var alveg öfugt fyrir einhverjum árum síðan en hlýnandi veðurfar er bleikjunni ekki að skapi.
Mest lesið Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði