Lífið

Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allt í rugli á Bahamas.
Allt í rugli á Bahamas.
Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival.

Hátíðin stendur yfir núna og á að vera mikill lúxus fyrir gesti en miðaverðið var frá 4000 dollurum upp í 12.000 dollara eða frá 422.000 krónum upp í 1,3 milljónir íslenskra króna.

Þeir Billy McFarland og Ja Rule standa á bakvið Fyre Festival en svo virðist sem hátíðarhöldin gangi ekkert sérstaklega vel en hátíðin fer fram á Bahamas. Gestir mættu á svæðið í gærkvöldi og eru lýsingarnar frá svæðinu á samfélagsmiðlum vægast sagt slæmar.

Það ríkir í raun algjör ringulreið á hátíðarsvæðinu og ekki hefur verið staðið við margt sem hátíðarhaldarar lofuðu. Veðrið er síðan mjög slæmt.

Tjöldin eru við það að fjúka í burtu af, rusl út um allt og lýsa gestir svæðinu eins og flóttamannabúðum en til að mynda var mat hent niður á svæðið úr þyrlu.

Hér að neðan má sjá umræðuna á samfélagsmiðlunum og ef marka má ljósmyndir er staðan vægast sagt slæm. Fréttir hafa borist frá eyjunni að hátíðinni hafi nú þegar verið aflýst og reyna gestir nú að komast af eyjunni. Nú þegar eru komnar fram raddir um að mennirnir á bakvið Fyre Festival fái yfir sig gommu af lögsóknum.

It's straight up Lord of the Flies at the #fyrefestival right now. Will be keeping you guys updated on stories

A post shared by Big Kid Problems (@bigkidproblems) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.