Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. apríl 2017 15:45 Kimi Raikkonen var fljótastur á fyrri æfingunni. Vísir/Getty Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Valtteri Bottas á Mercedes var annar fljótastur á æfingunni, einungis 0,045 sekúndum á eftir Raikkonen. Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull fjórði, þo rúmlega sekúndu á eftir Raikkonen. Hluti af yfirbyggingunni á Force India bíl Esteban Ocon losnaði af og olli því að rauðum flöggum var veifað um skamma stund. Sergey Sirotkin, þróunarökumaður Renault fékk að spreyta sig á æfingunni í bíl Nico Hulkenberg. Hann náði þó ekki að setja tíma, hann fór einn uppstillingarhring. Eftir það kom hann út á brautina en nam staðar í beygju tvö og sagði vélina hafa bilað. Hann tók ekki frekari þátt í æfingunni. Það er því ljóst að einhver vandræði eru með Renault vélina.Romain Grosjean átti eitt ógnvekjandi augnablik á brautinni þegar hann missti getuna til að hemla.Vísir/GettySeinni æfingin Raikkonen varð annar á seinni æfingunni. Ferrari bíllinn virðist finna sig vel á brautinni í Sochi. Frá því brautin í Sochi var vígð í kappakstrinum 2014 hefur einungis Mercedes liðið unnið á brautinni. Það gæti breyst á sunnudag. Haas liðið hefur glímt við bremsuvandamál frá því liðið varð til, fyrir tímabilið í fyrra. Nú er svo komið að um helgina ætlar liðið að prófa bremsubúnað frá Carbon Industry í stað Brembo, sem liðið hefur notast við hingað til. Á æfingunni missti Romain Grosjean alla hemlun úr Carbon Industry bremsunum sínum. Bottas varð þriðji á seinni æfingunni. Hamilton varð fjórði. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport og bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 3.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Red Bull mætir með uppfærða grind til Spánar Ráðgjafi Red Bull liðsins, Helmut Marko segir að liðið búist við talsverðum framförum þegar tekin verður í gagnið uppfærð grind í bílum liðsins. 21. apríl 2017 22:30 Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Valtteri Bottas á Mercedes var annar fljótastur á æfingunni, einungis 0,045 sekúndum á eftir Raikkonen. Lewis Hamilton varð þriðji á Mercedes og Max Verstappen á Red Bull fjórði, þo rúmlega sekúndu á eftir Raikkonen. Hluti af yfirbyggingunni á Force India bíl Esteban Ocon losnaði af og olli því að rauðum flöggum var veifað um skamma stund. Sergey Sirotkin, þróunarökumaður Renault fékk að spreyta sig á æfingunni í bíl Nico Hulkenberg. Hann náði þó ekki að setja tíma, hann fór einn uppstillingarhring. Eftir það kom hann út á brautina en nam staðar í beygju tvö og sagði vélina hafa bilað. Hann tók ekki frekari þátt í æfingunni. Það er því ljóst að einhver vandræði eru með Renault vélina.Romain Grosjean átti eitt ógnvekjandi augnablik á brautinni þegar hann missti getuna til að hemla.Vísir/GettySeinni æfingin Raikkonen varð annar á seinni æfingunni. Ferrari bíllinn virðist finna sig vel á brautinni í Sochi. Frá því brautin í Sochi var vígð í kappakstrinum 2014 hefur einungis Mercedes liðið unnið á brautinni. Það gæti breyst á sunnudag. Haas liðið hefur glímt við bremsuvandamál frá því liðið varð til, fyrir tímabilið í fyrra. Nú er svo komið að um helgina ætlar liðið að prófa bremsubúnað frá Carbon Industry í stað Brembo, sem liðið hefur notast við hingað til. Á æfingunni missti Romain Grosjean alla hemlun úr Carbon Industry bremsunum sínum. Bottas varð þriðji á seinni æfingunni. Hamilton varð fjórði. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport og bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 3.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Red Bull mætir með uppfærða grind til Spánar Ráðgjafi Red Bull liðsins, Helmut Marko segir að liðið búist við talsverðum framförum þegar tekin verður í gagnið uppfærð grind í bílum liðsins. 21. apríl 2017 22:30 Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Red Bull mætir með uppfærða grind til Spánar Ráðgjafi Red Bull liðsins, Helmut Marko segir að liðið búist við talsverðum framförum þegar tekin verður í gagnið uppfærð grind í bílum liðsins. 21. apríl 2017 22:30
Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00
Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15