Litir ekki númer Magnús Guðmundsson skrifar 29. apríl 2017 13:00 Ein af myndum Tryggva á sýningunni á Mokka. Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags daglega þar sem ég með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.Tryggvi er þekktastur fyrir málverkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðruvísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkverkum á Mokka við Skólavörðustíg mánudaginn 1. maí næstkomandi. Tryggvi vann lengst af að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og sneri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg. Tryggvi segir að hann hafi verið að vinna við að búa til litógrafíur eftir að hann lenti í slysi árið 2007. „Ég lærði á sínum tíma að búa til litógrafíur og það kemur mér til góða núna af því að ég get ekki málað lengur. Ég hef verið að vinna að þessu síðan 2013 þegar ég fékk hjálp góðra manna, svona dags daglega þar sem ég með aðstöðu að Droplaugarstöðum. Þetta er svona eins og lítil vinnustofa. Á sýningunni á Mokka er ég að sýna svona blandað úrval af þessu en þetta er bara lítil sýning.“Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður.Tryggvi er þekktastur fyrir málverkin og hann segir að líkast til hafi þau verið orðin á þriðja þúsundið á sínum tíma. „Ég kannaði þetta árið 2000 þegar ég varð sextugur en þurfti svo að stoppa árið 2007 en þá gerði ég djöfulinn ekki neitt nema eitthvert fúsk þangað til ég komst aftur í gang og fór að gera litógrafíuna. Þetta er reyndar allt orðið stafrænt og breytt. Það er svo margt sem á að vera svo einfalt en er orðið af völdum tækninnar helmingi flóknara. Í dag getur maður ekki haft tvær rollur nema að maður eigi tölvu. Í gamla daga gat maður blandað liti í dós en núna þarf að blanda þetta allt öðruvísi. Prentarinn talar um númer en ekki liti en ef maður lítur til himins þá sér maður lit en ekki númer. Litirnir eru fyrir augun og þetta er sjónrænn miðill. En ég hef óskaplega gaman af því að geta fengið að vinna í friði. Það er mitt líf því ég hef verið að því síðan að ég var barn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. apríl.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira