550 hestafla Mustang Ecoboost á 33.000 dollara Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2017 09:46 Ford Mustang. Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent
Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent