Wehrlein með í Barein Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. apríl 2017 17:00 Pascal Wehrlein á æfingum fyrir tímabilið. Þar fann hann að eigin sögn fyrst að hann væri ekki með úthald í heila keppni. Vísir/Getty Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 snýr aftur til keppni í Barein. Hann missti af fyrstu tveimur keppnum ársins. Wehrlein missti af ástralska kappakstrinum ásamt þeim kínverska vegna þess að hann hafði ekki náð að styrkja sig nógu mikið fyrir tímabilið. Wehrlein gat ekki æft í nokkrar vikur eftir að hafa velt kappakstursbíl sínum í keppni meistaranna í byrjun árs. Við veltuna varð Wehrlein fyrir meiðslum í baki og gat þess vegna ekki æft. „Við ákváðum að gefa honum 10 daga til að æfa almennilega til að komast í það form sem hann þarf að vera í til að aka þessum bíl,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í samtali við RTL Sport. Wehrlein er samningsbundinn Mercedes en á einskonar láni hjá Sauber, til að safna reynslu. Antonio Giovinazzi ók Sauber bíl Wehrlein í tveimur fyrstu keppnum ársins. Eftir fyrri keppnina var talið mögulegt að hann væri jafnvel nógu góður til að ógna sæti Wehrlein til frambúðar. Eftir að hafa tvisvar klessukeyrt bílinn í Kína er líklegt að ógnin sé liðin hjá. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Ringulreið í Kína | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir viðburðaríkan kappakstur í Kína. 9. apríl 2017 15:00 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 Bílskúrinn: Ágætis byrjun í Ástralíu Formúlu 1 tímabilið hófst á nýjan leik í Ástralíu um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í spennandi keppni sem lofar góðu fyrir tímabilið. 29. mars 2017 17:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 snýr aftur til keppni í Barein. Hann missti af fyrstu tveimur keppnum ársins. Wehrlein missti af ástralska kappakstrinum ásamt þeim kínverska vegna þess að hann hafði ekki náð að styrkja sig nógu mikið fyrir tímabilið. Wehrlein gat ekki æft í nokkrar vikur eftir að hafa velt kappakstursbíl sínum í keppni meistaranna í byrjun árs. Við veltuna varð Wehrlein fyrir meiðslum í baki og gat þess vegna ekki æft. „Við ákváðum að gefa honum 10 daga til að æfa almennilega til að komast í það form sem hann þarf að vera í til að aka þessum bíl,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í samtali við RTL Sport. Wehrlein er samningsbundinn Mercedes en á einskonar láni hjá Sauber, til að safna reynslu. Antonio Giovinazzi ók Sauber bíl Wehrlein í tveimur fyrstu keppnum ársins. Eftir fyrri keppnina var talið mögulegt að hann væri jafnvel nógu góður til að ógna sæti Wehrlein til frambúðar. Eftir að hafa tvisvar klessukeyrt bílinn í Kína er líklegt að ógnin sé liðin hjá.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Ringulreið í Kína | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir viðburðaríkan kappakstur í Kína. 9. apríl 2017 15:00 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 Bílskúrinn: Ágætis byrjun í Ástralíu Formúlu 1 tímabilið hófst á nýjan leik í Ástralíu um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í spennandi keppni sem lofar góðu fyrir tímabilið. 29. mars 2017 17:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45
Ringulreið í Kína | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir viðburðaríkan kappakstur í Kína. 9. apríl 2017 15:00
Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15
Bílskúrinn: Ágætis byrjun í Ástralíu Formúlu 1 tímabilið hófst á nýjan leik í Ástralíu um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í spennandi keppni sem lofar góðu fyrir tímabilið. 29. mars 2017 17:00