Fótbolti

Sjáðu öll 100 Evrópumörk Ronaldos | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hundrað marka maðurinn, Cristiano Ronaldo.
Hundrað marka maðurinn, Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Cristiano Ronaldo náði þeim einstaka árangri í gærkvöldi að skora sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum á ferlinum.

Ronaldo skoraði þá bæði mörk Real Madrid í 1-2 útisigri á Bayern München í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Ronaldo stimplaði sig þar með til leiks í Meistaradeildinni í vetur. Áður en hann skoraði fyrra mark sitt í gær hafði hann beðið í 659 mínútur eftir marki í Meistaradeildinni.

Ronaldo hefur nú skorað 97 mörk í 136 leikjum í Meistaradeildinni, þremur mörkum meira en Lionel Messi hjá Barcelona.

Ronaldo skoraði einnig eitt mark í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrir Manchester United á sínum tíma auk þess sem hann gerði tvö mörk í Ofurbikar Evrópu 2014.

Rúm 11 ár eru síðan Ronaldo skoraði sitt mark Evrópumark, fyrir United gegn Debrechen 9. ágúst 2005.

Ronaldo skoraði 16 mörk í 55 Evrópuleikjum fyrir United. Portúgalinn hefur hins vegar gert 82 mörk í 84 Evrópuleikjum í búningi Real Madrid.

Ronaldo hefur verið duglegastur að skora gegn þýskum liðum. Hann hefur gert 20 mörk gegn þeim, þar af sjö gegn Schalke 04 og sex gegn Bayern.

Öll 100 Evrópumörk Ronaldos má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ronaldo örlagavaldurinn í München | Sjáðu mörkin

Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×