Lærisveinar Mourinhos fara með útivallarmark í seinni leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2017 20:45 Mkhitaryan kemur United yfir. vísir/getty Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira