Það voru stuðningsmenn Bröndby sem stóðu fyrir þessum gjörningi er þeir köstuðu rottunum að Ludwig Augustinsson, leikmanni FCK, er hann var að gera sig kláran í að taka hornspyrnu.
Augustinsson lét það ekki koma sér úr jafnvægi heldur sparkaði rottunum út af vellinum.
Ekki virkaði þessu aðgerð stuðningsmanna Bröndby því FCK vann leikinn, 1-0, og á danska meistaratitilinn vísann.
Forráðamenn Bröndby gagnrýndu stuðningsmennina harðlega eftir leik fyrir þetta uppátæki.
Leita á uppi hina seku og setja þá í bann frá leikjum félagsins.

