Fótbolti

Vardy er nógu góður fyrir Atletico

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Godin og Vardy í fyrri leik liðanna.
Godin og Vardy í fyrri leik liðanna. vísir/getty
Diego Godin, varnarmaður Atletico Madrid, er hrifinn af Jamie Vardy, framherja Leicester, og segir að hann myndi komast í liðið hjá Atletico.

Síðari leikur Leicester og Atletico í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld en Atletico ferðaðist til Englands með 1-0 forskot í farteskinu.

„Að sjálfsögðu myndi Vardy komast í liðið hjá okkur,“ sagði Godin um enska framherjann.

„Ég held að hann myndi komast í liðið hjá flestum liðum heims. Hvaða lið vill ekki fá framherja sem er til í að fórna öllu fyrir liðið og gefur liðinu marga sóknarmöguleika? Hann er frábær leikmaður og berst fyrir öllum boltum. Leicester væri ekki það lið sem við þekkjum án Vardy.“

Það verður nóg að gera hjá Godin að halda aftur af Vardy í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×