Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2017 23:42 Ástralska leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk unglingsstúlkunnar Hönnuh Baker, aðalpersónu þáttanna 13 Reasons Why. Netflix Netflix-serían 13 Reasons Why hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var frumsýnd þann 31. mars síðastliðinn. Hún hefur þó líka komið af stað umræðu um viðkvæm málefni á borð við þunglyndi, kynferðisofbeldi og sjálfsmorð. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé „hættulegt“ og að fjöldi símtala og tölvupósta til samtakanna hafi aukist verulega. Skeytin séu beintengd þáttunum, þ.á.m. frá áhyggjufullum foreldrum og skólayfirvöldum sem eru uggandi yfir efninu og áhrifum þess á ungt fólk. Shannon Purser, sem fer með hlutverk Barb í Stranger Things, annarri vinsælli þáttaröð úr smiðju Netflix, tjáði sig um málið á Twitter-aðgangi sínum. Purser hefur sjálf glímt við þunglyndi en hún varar þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum eða hafa verið beittir kynferðisofbeldi við því að horfa á þættina:I would advise against watching 13 Reasons Why if you currently struggle with suicidal thoughts or self harm/have undergone sexual assault.— Shannon Purser (@shannonpurser) April 18, 2017 Á framleiðendum hvílir ákveðin ábyrgð Purser ítrekar þó að margt gott leynist í þáttaröðinni og að hún geti verið einhverjum hjálpleg. Kristen Douglas, forstöðumaður skólastuðningsdeildar Headspace, tekur undir orð Purser en hamrar öðru fremur á því að umfjöllunin geti leitt til „erfiðra viðbragða hjá áhorfendum.“ Hún sagði einnig mikilvægt að ofureinfalda ekki hugtakið „sjálfsmorð“ með því að gefa í skyn að aðeins eitt vandamál, t.d. það að vera lagður í einelti, geti verið rót vandans. „Óábyrg umfjöllun um sjálfsmorð getur valdið dauðsföllum í framtíðinni,“ bætti hún við í samtali við áströlsku útgáfu Huffington Post.Formaður Head Space, Steven Leicester, bætti við að „þeir sem senda út sjónvarpsefni bera ábyrgð á því að þekkja það sem þeir eru að sýna og áhrifin sem ákveðið efni getur haft á áhorfendur, og þá helst unga áhorfendur.“ Netflix Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Netflix-serían 13 Reasons Why hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var frumsýnd þann 31. mars síðastliðinn. Hún hefur þó líka komið af stað umræðu um viðkvæm málefni á borð við þunglyndi, kynferðisofbeldi og sjálfsmorð. Þáttaröðin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir rithöfundinn Jay Asher og er sögð út frá sjónarhorni unglingsstúlku sem fremur sjálfsmorð. Hún tekur svo ástæðurnar að baki þeirri gjörð upp á segulband, sem skólafélagar hennar hlusta á. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé „hættulegt“ og að fjöldi símtala og tölvupósta til samtakanna hafi aukist verulega. Skeytin séu beintengd þáttunum, þ.á.m. frá áhyggjufullum foreldrum og skólayfirvöldum sem eru uggandi yfir efninu og áhrifum þess á ungt fólk. Shannon Purser, sem fer með hlutverk Barb í Stranger Things, annarri vinsælli þáttaröð úr smiðju Netflix, tjáði sig um málið á Twitter-aðgangi sínum. Purser hefur sjálf glímt við þunglyndi en hún varar þá sem eru í sjálfsmorðshugleiðingum eða hafa verið beittir kynferðisofbeldi við því að horfa á þættina:I would advise against watching 13 Reasons Why if you currently struggle with suicidal thoughts or self harm/have undergone sexual assault.— Shannon Purser (@shannonpurser) April 18, 2017 Á framleiðendum hvílir ákveðin ábyrgð Purser ítrekar þó að margt gott leynist í þáttaröðinni og að hún geti verið einhverjum hjálpleg. Kristen Douglas, forstöðumaður skólastuðningsdeildar Headspace, tekur undir orð Purser en hamrar öðru fremur á því að umfjöllunin geti leitt til „erfiðra viðbragða hjá áhorfendum.“ Hún sagði einnig mikilvægt að ofureinfalda ekki hugtakið „sjálfsmorð“ með því að gefa í skyn að aðeins eitt vandamál, t.d. það að vera lagður í einelti, geti verið rót vandans. „Óábyrg umfjöllun um sjálfsmorð getur valdið dauðsföllum í framtíðinni,“ bætti hún við í samtali við áströlsku útgáfu Huffington Post.Formaður Head Space, Steven Leicester, bætti við að „þeir sem senda út sjónvarpsefni bera ábyrgð á því að þekkja það sem þeir eru að sýna og áhrifin sem ákveðið efni getur haft á áhorfendur, og þá helst unga áhorfendur.“
Netflix Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein