MG rafmagnsbíll á 30.000 pund Finnur Thorlacius skrifar 19. apríl 2017 15:14 Mjög svo laglegur bíll frá MG. Þennan rafmagnsbíl sýnir breski sportbílaframleiðandinn MG á bílasýningunni í Shanghai sem nú stendur yfir. Hann á að verða á afara samkeppnishæfu verði, eða 30.000 pund sem útleggst á 4,2 milljónir króna. Það verður að teljast hóflegt verð fyrir svo flottan bíl með 500 km drægni. Það er ekki frá því að sjá megi stíliseringu frá Mazda, Mercedes Benz og Aston Martin bílum þegar augum er rennt yfir bílinn. Framljósin minna á nýlega bíla frá Mazda, framendinn á Mercedes Benz bíla og hliðarsvipurinn á Aston Martin. Alls ekki slæmur heildarsvipur, en útlitsþjófnaður er eitthvað sem ekki er hægt að verjast við að detta í hug. Bíllinn er með vængjahurðum og glerþaki, eitthvað sem kostar yfireitt mikið í framleiðslu og því kemur það verð sem MG ætlar að bjóða þennan bíl á á óvart. Auk þess er innrétting bílsins afar ríkuleg og ef að MG tekst að bjóða svona bíl á þessu verði er ekki að spyrja að viljugum kaupendum. Það er kínverski bílaframleiðandinn SAIC sem á nú MG og mun útvega fjármagnið til smíði þessa bíls, ef af verður, en hér fer þó aðeins hugmyndabíll, þó viljinn sé til hendi að framleiða hann. SAIC mun einmitt útvega rafmagnsdrifrás bílsins sem hefur drægni uppá 500 km og hraðar bílnum í hundraðið á minna en 4 sekúndum. MG og SAIC sýnir þennan bíl nú í Shanghai og ætla að sjá hver viðbrögðin verða áður en ákvörðun verður tekin um fjöldaframleiðslu hans. Vonandi að svo verði.Með vængjahurðir.Ef það tekst að bjóða þennan bíla á 4,2 milljónir yrði ekki að spyrja að fjölda kaupenda.Snotur innrétting.Sæti fyrir fjóra.Laglegur frá öllum sjónarhornum. Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent
Þennan rafmagnsbíl sýnir breski sportbílaframleiðandinn MG á bílasýningunni í Shanghai sem nú stendur yfir. Hann á að verða á afara samkeppnishæfu verði, eða 30.000 pund sem útleggst á 4,2 milljónir króna. Það verður að teljast hóflegt verð fyrir svo flottan bíl með 500 km drægni. Það er ekki frá því að sjá megi stíliseringu frá Mazda, Mercedes Benz og Aston Martin bílum þegar augum er rennt yfir bílinn. Framljósin minna á nýlega bíla frá Mazda, framendinn á Mercedes Benz bíla og hliðarsvipurinn á Aston Martin. Alls ekki slæmur heildarsvipur, en útlitsþjófnaður er eitthvað sem ekki er hægt að verjast við að detta í hug. Bíllinn er með vængjahurðum og glerþaki, eitthvað sem kostar yfireitt mikið í framleiðslu og því kemur það verð sem MG ætlar að bjóða þennan bíl á á óvart. Auk þess er innrétting bílsins afar ríkuleg og ef að MG tekst að bjóða svona bíl á þessu verði er ekki að spyrja að viljugum kaupendum. Það er kínverski bílaframleiðandinn SAIC sem á nú MG og mun útvega fjármagnið til smíði þessa bíls, ef af verður, en hér fer þó aðeins hugmyndabíll, þó viljinn sé til hendi að framleiða hann. SAIC mun einmitt útvega rafmagnsdrifrás bílsins sem hefur drægni uppá 500 km og hraðar bílnum í hundraðið á minna en 4 sekúndum. MG og SAIC sýnir þennan bíl nú í Shanghai og ætla að sjá hver viðbrögðin verða áður en ákvörðun verður tekin um fjöldaframleiðslu hans. Vonandi að svo verði.Með vængjahurðir.Ef það tekst að bjóða þennan bíla á 4,2 milljónir yrði ekki að spyrja að fjölda kaupenda.Snotur innrétting.Sæti fyrir fjóra.Laglegur frá öllum sjónarhornum.
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent