Hvítþvottur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. apríl 2017 07:00 Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans er skýr og afdráttarlaus. Ólafur Ólafsson fjárfestir átti stærstan hlut að máli. Hauck & Aufhäuser var aldrei kaupandi að Búnaðarbankanum, heldur kom hann einungis að borðinu til að raunverulegir kaupendur virtust uppfylla skilyrði einkavæðingarnefndar um hlut erlendra fjárfesta. Fyrir liggur, samkvæmt skýrslunni, að Ólafur Ólafsson, með dyggu liðsinni þekkts Kaupþingsfólks, hafi spunnið fléttu og hagnast á henni. Þegar rýnt er í viðskiptasögu Ólafs verður ekki hjá því komist að draga þá ályktun að þetta hafi hvorki verið í fyrsta né síðasta sinn sem hann beitti viðlíka meðulum. Sá grundvallarmunur var hins vegar á í þetta sinn að verið var að kaupa þjóðfélagslega mikilvæga eign af ríkinu. Ferlinu hafði verið markaður sá rammi að mikilvægt væri að tryggja aðkomu erlendra fjárfesta. Með fléttu Ólafs var farið á svig við þá forsendu. Afleiðingarnar af þessu misheppnaða einkavæðingarferli þekkja allir. En stöldrum aðeins við þátt annarra en Ólafs og félaga. Stjórnmálamenn sem voru í valdastöðum á þessum tíma hafa keppst við að lýsa forundran og hneykslan á blekkingum Ólafs. „Maður trúði því lengi vel að þetta hefðu verið eðlileg viðskipti. Maður hafði engar aðrar upplýsingar,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Aðrir, líkt og Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa tekið í sama streng. Er þetta boðlegur hvítþvottur af hálfu stjórnmálamannanna sem ábyrgð báru á ferlinu? Var aldrei staldrað við þá staðreynd að Hauck & Aufhäuser var óþekktur smábanki? Datt engum í hug að sækja bankann heim? Svo virðist ekki vera þrátt fyrir augljós hættumerki. Í stað þess að vinna heimavinnuna átu þeir upp hver eftir öðrum að með Hauck & Aufhäuser fengist dýrmæt alþjóðleg reynsla af bankaviðskiptum. Ekki dugar heldur að skýla sér bak við ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, HSBC bankann og þær áreiðanleikakannanir sem hann átti að standa skil á. Áreiðanleikakannanir eru þess eðlis að sá sem þeirra óskar ákveður hvers skal spurt og hversu djúpt skuli kafað í viðfangsefnið. Í dómsmálum sem hér hafa orðið eftir hrun hefur verið mörkuð sú lína að stjórnarmönnum og öðrum í ábyrgðarstörfum í einkageiranum leyfist ekki að yppta öxlum og segjast ekki þekkja málavöxtu í stórum málum. Eðlilega, það eitt að taka sæti í stjórn hefur ákveðnar afleiðingar og til stjórnarmanna má gera ákveðnar kröfur. Sambærilegt fyrirkomulag tíðkast erlendis. Stjórnmálamenn gera minni kröfur til sjálfra sín og telja boðlegan málflutning að skila auðu í örlagaríkum málum. Þeir hafi ekki vitað hvernig í pottinn var búið, og hafi verið blekktir alveg eins og við hin. Auðvitað er það ekki boðleg afsökun. Þeim bar að sjá til þess að umgjörð einkavæðingarinnar stæðist skoðun. Afleiðingar einkavæðingarinnar eru áfellisdómur yfir ríkisstjórninni sem sat, og skrifast í besta falli á afskiptaleysi og fúsk.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um þátt þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans er skýr og afdráttarlaus. Ólafur Ólafsson fjárfestir átti stærstan hlut að máli. Hauck & Aufhäuser var aldrei kaupandi að Búnaðarbankanum, heldur kom hann einungis að borðinu til að raunverulegir kaupendur virtust uppfylla skilyrði einkavæðingarnefndar um hlut erlendra fjárfesta. Fyrir liggur, samkvæmt skýrslunni, að Ólafur Ólafsson, með dyggu liðsinni þekkts Kaupþingsfólks, hafi spunnið fléttu og hagnast á henni. Þegar rýnt er í viðskiptasögu Ólafs verður ekki hjá því komist að draga þá ályktun að þetta hafi hvorki verið í fyrsta né síðasta sinn sem hann beitti viðlíka meðulum. Sá grundvallarmunur var hins vegar á í þetta sinn að verið var að kaupa þjóðfélagslega mikilvæga eign af ríkinu. Ferlinu hafði verið markaður sá rammi að mikilvægt væri að tryggja aðkomu erlendra fjárfesta. Með fléttu Ólafs var farið á svig við þá forsendu. Afleiðingarnar af þessu misheppnaða einkavæðingarferli þekkja allir. En stöldrum aðeins við þátt annarra en Ólafs og félaga. Stjórnmálamenn sem voru í valdastöðum á þessum tíma hafa keppst við að lýsa forundran og hneykslan á blekkingum Ólafs. „Maður trúði því lengi vel að þetta hefðu verið eðlileg viðskipti. Maður hafði engar aðrar upplýsingar,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Aðrir, líkt og Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa tekið í sama streng. Er þetta boðlegur hvítþvottur af hálfu stjórnmálamannanna sem ábyrgð báru á ferlinu? Var aldrei staldrað við þá staðreynd að Hauck & Aufhäuser var óþekktur smábanki? Datt engum í hug að sækja bankann heim? Svo virðist ekki vera þrátt fyrir augljós hættumerki. Í stað þess að vinna heimavinnuna átu þeir upp hver eftir öðrum að með Hauck & Aufhäuser fengist dýrmæt alþjóðleg reynsla af bankaviðskiptum. Ekki dugar heldur að skýla sér bak við ráðgjafa ríkisstjórnarinnar, HSBC bankann og þær áreiðanleikakannanir sem hann átti að standa skil á. Áreiðanleikakannanir eru þess eðlis að sá sem þeirra óskar ákveður hvers skal spurt og hversu djúpt skuli kafað í viðfangsefnið. Í dómsmálum sem hér hafa orðið eftir hrun hefur verið mörkuð sú lína að stjórnarmönnum og öðrum í ábyrgðarstörfum í einkageiranum leyfist ekki að yppta öxlum og segjast ekki þekkja málavöxtu í stórum málum. Eðlilega, það eitt að taka sæti í stjórn hefur ákveðnar afleiðingar og til stjórnarmanna má gera ákveðnar kröfur. Sambærilegt fyrirkomulag tíðkast erlendis. Stjórnmálamenn gera minni kröfur til sjálfra sín og telja boðlegan málflutning að skila auðu í örlagaríkum málum. Þeir hafi ekki vitað hvernig í pottinn var búið, og hafi verið blekktir alveg eins og við hin. Auðvitað er það ekki boðleg afsökun. Þeim bar að sjá til þess að umgjörð einkavæðingarinnar stæðist skoðun. Afleiðingar einkavæðingarinnar eru áfellisdómur yfir ríkisstjórninni sem sat, og skrifast í besta falli á afskiptaleysi og fúsk.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun