Sænska rútufyrirtækið segir öllum reglum hafa verið fylgt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 22:59 Ökumaðurinn telur rútuna hafa farið út af vegna vegaskemmda. vísir/afp Strætófyrirtækið Bergkvarabuss segir ökumann rútunnar sem hafnaði utan vegar í Svíþjóð í dag, með þeim afleiðingum að þrjú börn létust, hafa fylgt öllum reglum er varða vinnutíma og hvíld. Þá hafi hann ekki upplifað nein tæknileg vandamál. Þrjú börn létust í slysinu og fleiri eru alvarlega slösuð.Þetta kemur fram á vef SVT en þar er haft eftir Simoni Sandberg, upplýsingafulltrúa rútufyrirtækisins, að rætt hafi verið við bílstjórann í dag, sem sé mjög brugðið eftir slysið. „Hann segist að stórar holur hafi verið í veginum. Það sé samkvæmt honum ástæða þess að rútan fór útaf,“ segir Sandberg. „En við getum ekki staðfest þetta og við þurfum eins og aðrir að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.“ Þá segir Sandberg að bílstjórar þurfi að fylgja ákveðnum reglum sem kveði á um að minnsta kosti 45 mínútna hvíldartíma eftir 4,5 klukkustunda akstur. Þessum reglum hafi ökumaðurinn fylgt. „Við erum öll í áfalli yfir því sem gerðist, þetta er svo hræðilegur atburður. Við getum ekki gert annað en að hugsa til þeirra sem lentu í slysinu, til fjölskyldna þeirra og ættingja.“Þjóðin lömuð af sorg Fimmtíu og tvö börn ásamt sex kennurum og bílstjóra voru í rútunni. Börnin eru þrettán til fjórtán ára, í áttunda bekk í grunnskóla í Skene sem er lítill bær suður af Gautaborg þar sem 5.500 manns búa. Þau voru á leið til Klövsjö í skíðaferðalag og voru nær komin á áfangastað þegar slysið varð klukkan sjö í morgun að staðartíma. Þrír létu lífið, sex eru alvarlega slasaðir og af þeim tveir sem berjast nú fyrir lífi sínu. Í heildina voru um þrjátíu fluttir á sjúkrahús. Í viðtali við sænska netmiðilinn Expressen segir faðir að dóttir hans hafi verið nýbúin að setja á sig öryggisbelti fyrir slysið og hann sé viss um að það hafi bjargað lífi hennar. Aftur á móti hafi vinir hennar sem ekki voru með öryggisbelti slasast alvarlega. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í skóla barnanna í dag þar sem flaggað var í hálfa stöng og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Facebook-síðu sína skömmu eftir slysið að þjóðin væri lömuð af sorg og hugur hans væri hjá þeim slösuðu, foreldrum og ástvinum. Tengdar fréttir Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46 Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Strætófyrirtækið Bergkvarabuss segir ökumann rútunnar sem hafnaði utan vegar í Svíþjóð í dag, með þeim afleiðingum að þrjú börn létust, hafa fylgt öllum reglum er varða vinnutíma og hvíld. Þá hafi hann ekki upplifað nein tæknileg vandamál. Þrjú börn létust í slysinu og fleiri eru alvarlega slösuð.Þetta kemur fram á vef SVT en þar er haft eftir Simoni Sandberg, upplýsingafulltrúa rútufyrirtækisins, að rætt hafi verið við bílstjórann í dag, sem sé mjög brugðið eftir slysið. „Hann segist að stórar holur hafi verið í veginum. Það sé samkvæmt honum ástæða þess að rútan fór útaf,“ segir Sandberg. „En við getum ekki staðfest þetta og við þurfum eins og aðrir að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.“ Þá segir Sandberg að bílstjórar þurfi að fylgja ákveðnum reglum sem kveði á um að minnsta kosti 45 mínútna hvíldartíma eftir 4,5 klukkustunda akstur. Þessum reglum hafi ökumaðurinn fylgt. „Við erum öll í áfalli yfir því sem gerðist, þetta er svo hræðilegur atburður. Við getum ekki gert annað en að hugsa til þeirra sem lentu í slysinu, til fjölskyldna þeirra og ættingja.“Þjóðin lömuð af sorg Fimmtíu og tvö börn ásamt sex kennurum og bílstjóra voru í rútunni. Börnin eru þrettán til fjórtán ára, í áttunda bekk í grunnskóla í Skene sem er lítill bær suður af Gautaborg þar sem 5.500 manns búa. Þau voru á leið til Klövsjö í skíðaferðalag og voru nær komin á áfangastað þegar slysið varð klukkan sjö í morgun að staðartíma. Þrír létu lífið, sex eru alvarlega slasaðir og af þeim tveir sem berjast nú fyrir lífi sínu. Í heildina voru um þrjátíu fluttir á sjúkrahús. Í viðtali við sænska netmiðilinn Expressen segir faðir að dóttir hans hafi verið nýbúin að setja á sig öryggisbelti fyrir slysið og hann sé viss um að það hafi bjargað lífi hennar. Aftur á móti hafi vinir hennar sem ekki voru með öryggisbelti slasast alvarlega. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í skóla barnanna í dag þar sem flaggað var í hálfa stöng og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Facebook-síðu sína skömmu eftir slysið að þjóðin væri lömuð af sorg og hugur hans væri hjá þeim slösuðu, foreldrum og ástvinum.
Tengdar fréttir Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46 Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46
Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56