Riise stendur með Lagerbäck: „Ekki hans starf, fjandinn hafi það“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 12:00 Einu sinni var gaman hjá Lars Lagerbäck á Íslandi. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, tók sökina á sig eftir að Noregur tapaði 2-0 fyrir Norður-Írlandi í frumraun norska liðsins undir hans stjórn í síðustu landsleikjaviku. Norsku strákarnir fengu mark á sig snemma leiks og misstu hausinn en eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir þá norðurírsku. Lagerbäck fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa „martröð“ eins og sumir fjölmiðlar uppnefndu leikinn en leikmennirnir hafa einnig verið harkalega gagnrýndir.Sjá einnig:Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool og norska landsliðsins, er á þeirri skoðun að leikmönnunum sé um að kenna en ekki Lagerbäck. „Lagerbäck sagði að það væri hans starf sem þjálfari að passa upp á að leikmenn mættu með rétt viðhorf til leiks. Það er ekki hans starf, fjandinn hafi það,“ segir Riise í hlaðvarpi Top Fotball en Dagbladet greinir frá. „Ef það eitt að bera fánann á brjóstinu fær þig ekki til að mæta gíraður í landsleik áttu bara að koma þér heim. Bara það að bera fánann á að gefa þér auka kraft. Ég elskaði alltaf að standa í göngunum í norsku treyjunni. Mér var alveg sama hvort ég var að fara að spila við Færeyjar eða einhverja aðra þjóð. Það var alltaf sérstakt að spila fyrir Noreg en maður sér þetta ekki í dag.“ Riise á hreinlega erfitt með að horfa á norska landsliðið í dag sem honum finnst ömurlegt og áhugalaust. Það verður í 86. sæti á næsta heimslista en liðið hefur aldrei veri neðar. „Það er enginn alvöru karakter í þessu liði. Það eru allir eins. Þegar það er ekkert að gerast í leiknum reyndu þá að tækla einhvern og kveikja aðeins í þessu. Farðu í 50-50 tæklingu eða skjóttu á markið bara til að fá fólkið með þér. Ég er alltaf í sjokki þegar ég horfi á landsliðið spila í dag,“ segir John Arne Riise. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45 Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, tók sökina á sig eftir að Noregur tapaði 2-0 fyrir Norður-Írlandi í frumraun norska liðsins undir hans stjórn í síðustu landsleikjaviku. Norsku strákarnir fengu mark á sig snemma leiks og misstu hausinn en eftirleikurinn var nokkuð auðveldur fyrir þá norðurírsku. Lagerbäck fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir þessa „martröð“ eins og sumir fjölmiðlar uppnefndu leikinn en leikmennirnir hafa einnig verið harkalega gagnrýndir.Sjá einnig:Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool og norska landsliðsins, er á þeirri skoðun að leikmönnunum sé um að kenna en ekki Lagerbäck. „Lagerbäck sagði að það væri hans starf sem þjálfari að passa upp á að leikmenn mættu með rétt viðhorf til leiks. Það er ekki hans starf, fjandinn hafi það,“ segir Riise í hlaðvarpi Top Fotball en Dagbladet greinir frá. „Ef það eitt að bera fánann á brjóstinu fær þig ekki til að mæta gíraður í landsleik áttu bara að koma þér heim. Bara það að bera fánann á að gefa þér auka kraft. Ég elskaði alltaf að standa í göngunum í norsku treyjunni. Mér var alveg sama hvort ég var að fara að spila við Færeyjar eða einhverja aðra þjóð. Það var alltaf sérstakt að spila fyrir Noreg en maður sér þetta ekki í dag.“ Riise á hreinlega erfitt með að horfa á norska landsliðið í dag sem honum finnst ömurlegt og áhugalaust. Það verður í 86. sæti á næsta heimslista en liðið hefur aldrei veri neðar. „Það er enginn alvöru karakter í þessu liði. Það eru allir eins. Þegar það er ekkert að gerast í leiknum reyndu þá að tækla einhvern og kveikja aðeins í þessu. Farðu í 50-50 tæklingu eða skjóttu á markið bara til að fá fólkið með þér. Ég er alltaf í sjokki þegar ég horfi á landsliðið spila í dag,“ segir John Arne Riise.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45 Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Strákarnir upp um tvö sæti á heimslistanum: Konungar norðursins og miklu betri en Holland Íslenska karlalandsliðið í fótbolta klífur aftur FIFA-listann eftir tvo sigra í síðustu landsleikjaviku. 31. mars 2017 09:45
Bestu þjálfarar Noregs koma Lagerbäck til varnar: „Noregur er ekki fótboltastórveldi“ Ole Gunnar Solskjær og þrír kollegar hans í norsku úrvalsdeildinni hafa mikla trú á Lars Lagerbäck. 31. mars 2017 09:00