Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Varnarlið Khan Sheikhun hlúir að fórnarlambi árásarinnar. vísir/afp Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira