Fannst undir rúmi eftir umfangsmikla leit Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. apríl 2017 22:07 Mynd úr safni. vísir/getty Breska lögreglan leitaði í dag að níu ára dreng sem ekki hafði skilað sér í skólann í bænum Gateshead á Englandi. Eftir þriggja tíma umfangsmikla leit fannst drengurinn undir rúmi heima hjá sér - hafði ekki viljað fara í skólann. Móðir drengsins taldi víst að strákurinn, Josh Dinning, hefði farið sjálfur í skólann þegar hún vaknaði í morgun. Það runnu hins vegar á hana tvær grímur þegar skólinn hringdi og tilkynnti að sonur hennar væri ókominn. „Ég hugsaði það versta,“ segir Michelle Dining, móðir drengsins í samtali við BBC. Hún hringdi samstundis á lögreglu sem kom og leitaði inni í húsinu. Í kjölfarið var farið í mikla leit og var þyrla meðal annars fengin til leitarinnar. Þá tóku nágrannar fjölskyldunnar þátt í leitinni með því að dreifa myndum af Josh í bænum. Eftir þriggja klukkustunda leit fannst Josh í felum í skúffu undir rúmi sínu en móðir hans hafði lagt til að leitað yrði öðru sinni í húsinu. Í það skiptið hafi lögregla lyft upp rúmunum. „Ég beygði mig og sá græna litinn á skólabúningi Josh og brast í grát,“ segir hún. Josh sagðist hafa heyrt í fólkinu leita að sér og talið betra að halda kyrru fyrir því annars yrði hann skammaður. „Ég hélt það yrði öskrað á mig og ég skammaður svo ég ákvað að vera bara þar sem ég var.“ Search for Dunston schoolboy Josh Dinning: How a community pulled together to look for young lad https://t.co/l9XC8z5tXU pic.twitter.com/SfFb2McTlr— North East News (@AllNorthEast) April 4, 2017 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Breska lögreglan leitaði í dag að níu ára dreng sem ekki hafði skilað sér í skólann í bænum Gateshead á Englandi. Eftir þriggja tíma umfangsmikla leit fannst drengurinn undir rúmi heima hjá sér - hafði ekki viljað fara í skólann. Móðir drengsins taldi víst að strákurinn, Josh Dinning, hefði farið sjálfur í skólann þegar hún vaknaði í morgun. Það runnu hins vegar á hana tvær grímur þegar skólinn hringdi og tilkynnti að sonur hennar væri ókominn. „Ég hugsaði það versta,“ segir Michelle Dining, móðir drengsins í samtali við BBC. Hún hringdi samstundis á lögreglu sem kom og leitaði inni í húsinu. Í kjölfarið var farið í mikla leit og var þyrla meðal annars fengin til leitarinnar. Þá tóku nágrannar fjölskyldunnar þátt í leitinni með því að dreifa myndum af Josh í bænum. Eftir þriggja klukkustunda leit fannst Josh í felum í skúffu undir rúmi sínu en móðir hans hafði lagt til að leitað yrði öðru sinni í húsinu. Í það skiptið hafi lögregla lyft upp rúmunum. „Ég beygði mig og sá græna litinn á skólabúningi Josh og brast í grát,“ segir hún. Josh sagðist hafa heyrt í fólkinu leita að sér og talið betra að halda kyrru fyrir því annars yrði hann skammaður. „Ég hélt það yrði öskrað á mig og ég skammaður svo ég ákvað að vera bara þar sem ég var.“ Search for Dunston schoolboy Josh Dinning: How a community pulled together to look for young lad https://t.co/l9XC8z5tXU pic.twitter.com/SfFb2McTlr— North East News (@AllNorthEast) April 4, 2017
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira