Martröð í Sýrlandi Frosti Logason skrifar 6. apríl 2017 07:00 Þegar þetta er skrifað er mér efst í huga hinn hroðalegi atburður sem gerðist á þriðjudagsmorgni í þessari viku í bænum Khan-Sheikhoun í Iblib-héraði í Sýrlandi. Síðast þegar ég heyrði höfðu 72 látist í árásinni en af þeim voru 20 börn. Myndir og myndbönd sem sýnd voru í sjónvarpinu voru hreint út sagt skelfileg. Fólk lá eins og hráviði út um allar trissur, líkamar þeirra hristust til og frá í krampaköstum og hvít froða vall úr munnvikum þeirra. Saklausir menn, konur og börn urðu fyrir banvænni eiturefnaloftárás sem dró þau til dauða með einstaklega kvalafullum hætti. Í kjölfarið reyndist hjálparstarf erfitt þar sem sýrlenskar herþotur gerðu árásir á sjúkrahús og læknastofur þar sem hinir særðu áttu að fá læknishjálp. Þvílíkur hryllingur. Íbúar Sýrlands hafa nú búið við þetta í rúm sex ár. Allt frá því að hið svokallaða arabíska vor hófst í nokkrum ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum árið 2011. Ég veit að það er svo sem ekki mikið sem við getum gert en mér þætti ekkert til of mikils ætlast þó við fengjum ráðamenn til að fordæma þá villimennsku sem árás eins og þessi sýnir okkur. Páfinn í Róm hefur nú þegar gert það og það er ekki eins og hann hafi hreinasta skjöldinn í þessum málum. Almenningur um allan heim hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af þessum átökum. Ef kjörnir fulltrúar og embættismenn væru raunverulega að starfa fyrir kjósendur sína ættu þeir að láta rödd sína heyrast kröftuglega til að koma stríðsaðilum í skilning um að þetta rugl líðst ekki lengur. Þetta er komið gott takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Sýrland Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun
Þegar þetta er skrifað er mér efst í huga hinn hroðalegi atburður sem gerðist á þriðjudagsmorgni í þessari viku í bænum Khan-Sheikhoun í Iblib-héraði í Sýrlandi. Síðast þegar ég heyrði höfðu 72 látist í árásinni en af þeim voru 20 börn. Myndir og myndbönd sem sýnd voru í sjónvarpinu voru hreint út sagt skelfileg. Fólk lá eins og hráviði út um allar trissur, líkamar þeirra hristust til og frá í krampaköstum og hvít froða vall úr munnvikum þeirra. Saklausir menn, konur og börn urðu fyrir banvænni eiturefnaloftárás sem dró þau til dauða með einstaklega kvalafullum hætti. Í kjölfarið reyndist hjálparstarf erfitt þar sem sýrlenskar herþotur gerðu árásir á sjúkrahús og læknastofur þar sem hinir særðu áttu að fá læknishjálp. Þvílíkur hryllingur. Íbúar Sýrlands hafa nú búið við þetta í rúm sex ár. Allt frá því að hið svokallaða arabíska vor hófst í nokkrum ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum árið 2011. Ég veit að það er svo sem ekki mikið sem við getum gert en mér þætti ekkert til of mikils ætlast þó við fengjum ráðamenn til að fordæma þá villimennsku sem árás eins og þessi sýnir okkur. Páfinn í Róm hefur nú þegar gert það og það er ekki eins og hann hafi hreinasta skjöldinn í þessum málum. Almenningur um allan heim hefur fyrir löngu fengið sig fullsaddan af þessum átökum. Ef kjörnir fulltrúar og embættismenn væru raunverulega að starfa fyrir kjósendur sína ættu þeir að láta rödd sína heyrast kröftuglega til að koma stríðsaðilum í skilning um að þetta rugl líðst ekki lengur. Þetta er komið gott takk fyrir.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun