Lifnar yfir veiði í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 6. apríl 2017 09:00 Alex Clausen með flotta hrygnu úr Varmá í gær. Mynd: SVFR FB Varmá er ein af vinsælli vorveiðiám landsins en þeir sem þekkja ánna vita líka vel að hún getur verið ólíkindartól. Það er alls ekki svo að það sé hægt að ganga að vísri veiði í Varmá þó hún geti verið gjöful því fiskurinn er oft á tíðum styggur og er fljótur að stinga sér undir bakkann ef hann verður var við mannaferðir á bakkanum og það er ótrúlegt að sjá hvað margir fiskar geta horfið á augabragði ef nálgunin á hyl er ekki með mestu varúð. Það hefur þess vegna reynst best að ganga upp eftir ánni og veiða hana fyrst andstreymis áður en hylurinn er veiddur niður og þá skiptir líka máli að fara vel frá bakkanum þegar maður færir sig til. Það er loksins að lifna yfir tökunni í Varmá samkvæmt fréttum frá SVFR en veiðimenn sem voru þar í gær lentu í fínni töku en þeir settu í 16 fiska en misstu 11 en kölluðu sig því góða að ná 5 flottum birtingum á land og þar af einni fallegri hrygnu eins og sést á myndinni. Það getur verið dagamunur á því hvernig takan er eins og gefur að skilja en rystjótt veður þykir jafnan gott því þá verður fiskurinn ekki eins var við veiðimenn sem eru að kasta flugu á bakkanum. Gallinn, ef galla skildi kalla, er aftur á móti að það getur verið slítandi að standa við ánna í leiðindarveðri. Það má þess vegna nefna að það er komið nýtt veiðihús við Varmá og er það kærkomið þegar pásur eru teknar frá veiðinni eða þá til að ná smá yl í skrokkinn eftir köst í köldu veðri. Mest lesið Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Rjúpnaveiði lokið þetta árið Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Orðið fært fyrir jeppa upp í Veiðivötn Veiði
Varmá er ein af vinsælli vorveiðiám landsins en þeir sem þekkja ánna vita líka vel að hún getur verið ólíkindartól. Það er alls ekki svo að það sé hægt að ganga að vísri veiði í Varmá þó hún geti verið gjöful því fiskurinn er oft á tíðum styggur og er fljótur að stinga sér undir bakkann ef hann verður var við mannaferðir á bakkanum og það er ótrúlegt að sjá hvað margir fiskar geta horfið á augabragði ef nálgunin á hyl er ekki með mestu varúð. Það hefur þess vegna reynst best að ganga upp eftir ánni og veiða hana fyrst andstreymis áður en hylurinn er veiddur niður og þá skiptir líka máli að fara vel frá bakkanum þegar maður færir sig til. Það er loksins að lifna yfir tökunni í Varmá samkvæmt fréttum frá SVFR en veiðimenn sem voru þar í gær lentu í fínni töku en þeir settu í 16 fiska en misstu 11 en kölluðu sig því góða að ná 5 flottum birtingum á land og þar af einni fallegri hrygnu eins og sést á myndinni. Það getur verið dagamunur á því hvernig takan er eins og gefur að skilja en rystjótt veður þykir jafnan gott því þá verður fiskurinn ekki eins var við veiðimenn sem eru að kasta flugu á bakkanum. Gallinn, ef galla skildi kalla, er aftur á móti að það getur verið slítandi að standa við ánna í leiðindarveðri. Það má þess vegna nefna að það er komið nýtt veiðihús við Varmá og er það kærkomið þegar pásur eru teknar frá veiðinni eða þá til að ná smá yl í skrokkinn eftir köst í köldu veðri.
Mest lesið Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Rjúpnaveiði lokið þetta árið Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði Veiðimaðurinn opnar á ný Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Orðið fært fyrir jeppa upp í Veiðivötn Veiði