Stefna á að H&M verði umhverfisvænt að fullu árið 2030 Ritstjórn skrifar 6. apríl 2017 19:00 H&M er einnig á leiðinni til Íslands. Nordicphotos/Getty Hávær krafa neytenda um umhverfisvæna tísku er loksins farin að skila sér til stóru fyrirtækjana. Fyrr í vikunni hélt sænski tískurisinn H&M því fram að árið 2030 verði allar vörur þeirra 100% framleiddar úr umhverfisvænum efnum. Ásamt því að ætla aðeins að framleiða föt úr endurunnum efnum ætlar fyrirtækið einnig að minnka úrgang og gróðurhúsalofttegundir frá framleiðslunni fyrir árið 2040. Ekkert í tilkynningunni segir þó til um af hverjum fötin verða framleidd. Eins og frægt er notast flestar ódýrar fataverslanir við ódýrt vinnuafl í fátækum löndum líkt og Bangladesh, Indónesíu og Sri Lanka. Seinna í mánuðinum verða orðin þrjú ár frá mannskæðasta slysi við framleiðslu fatnaðar í marga áratugi. Þá féll saman bygging í Bangladesh sem hýsti verksmiðju sem saumaði föt fyrir ódýrar fataverslanir og létust um 1.100 manns. Þrátt fyrir að loforð H&M sé skref í rétta átt þá er þetta eitt stærsta vandamálið sem á enn eftir að takast á við. Nú er bara að vona að staðið verði við markmiðið og að fleiri fyrirtæki fylgi eftir og geri enn betur. Mest lesið Klassíski rykfrakkinn skýtur upp kollinum á ný Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Förðunin á tískuvikunni í New York Glamour Best klæddu konurnar á VMA hátíðinni Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Svart og rómantískt í dressi vikunnar Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Ökklastígvélin eru ómissandi í vetur Glamour
Hávær krafa neytenda um umhverfisvæna tísku er loksins farin að skila sér til stóru fyrirtækjana. Fyrr í vikunni hélt sænski tískurisinn H&M því fram að árið 2030 verði allar vörur þeirra 100% framleiddar úr umhverfisvænum efnum. Ásamt því að ætla aðeins að framleiða föt úr endurunnum efnum ætlar fyrirtækið einnig að minnka úrgang og gróðurhúsalofttegundir frá framleiðslunni fyrir árið 2040. Ekkert í tilkynningunni segir þó til um af hverjum fötin verða framleidd. Eins og frægt er notast flestar ódýrar fataverslanir við ódýrt vinnuafl í fátækum löndum líkt og Bangladesh, Indónesíu og Sri Lanka. Seinna í mánuðinum verða orðin þrjú ár frá mannskæðasta slysi við framleiðslu fatnaðar í marga áratugi. Þá féll saman bygging í Bangladesh sem hýsti verksmiðju sem saumaði föt fyrir ódýrar fataverslanir og létust um 1.100 manns. Þrátt fyrir að loforð H&M sé skref í rétta átt þá er þetta eitt stærsta vandamálið sem á enn eftir að takast á við. Nú er bara að vona að staðið verði við markmiðið og að fleiri fyrirtæki fylgi eftir og geri enn betur.
Mest lesið Klassíski rykfrakkinn skýtur upp kollinum á ný Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Förðunin á tískuvikunni í New York Glamour Best klæddu konurnar á VMA hátíðinni Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Svart og rómantískt í dressi vikunnar Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Sendir öflug skilaboð með útsaumi Glamour Ökklastígvélin eru ómissandi í vetur Glamour