Leikarinn og grínistinn Don Rickles er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 18:30 Rickles var gjarn á að móðga áhorfendur sína og er hann talinn upphafsmaður slíks grínstíls. Vísir/Getty Leikarinn og grínistinn Don Rickles lést í dag, níræður að aldri, en hann gerði garðinn frægan sem uppistandari og síðar leikari. Spannaði feril hans rúma sex áratugi. Variety greinir frá. Rickles tróð meðal annars reglulega upp í Las Vegas þar sem hann varð frægur fyrir grínstíl sinn, sem fólst í að móðga áhorfendur sína með stórskemmtilegum hætti og er hann jafnan talinn upphafsmaður slíks grínefnis. Hann skaust á stjörnuhiminn fyrir alvöru árið 1965 þegar spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson, forveri Jay Leno og Jimmy Fallon, fékk hann í þáttinn til sín. Hann átti eftir að mæta reglulega í heimsókn til allra þriggja þáttastjórnenda. Rickles talsetti þá einnig hinn svokallaða „Kartöfluhaus“ eða „Potato Head“ í Toy Story myndunum og varð það meðal hans frægustu hlutverka. Rickles skilur eftir sig eiginkonu, uppkominn son og dóttur, ásamt tveimur barnabörnum. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn og grínistinn Don Rickles lést í dag, níræður að aldri, en hann gerði garðinn frægan sem uppistandari og síðar leikari. Spannaði feril hans rúma sex áratugi. Variety greinir frá. Rickles tróð meðal annars reglulega upp í Las Vegas þar sem hann varð frægur fyrir grínstíl sinn, sem fólst í að móðga áhorfendur sína með stórskemmtilegum hætti og er hann jafnan talinn upphafsmaður slíks grínefnis. Hann skaust á stjörnuhiminn fyrir alvöru árið 1965 þegar spjallþáttastjórnandinn Johnny Carson, forveri Jay Leno og Jimmy Fallon, fékk hann í þáttinn til sín. Hann átti eftir að mæta reglulega í heimsókn til allra þriggja þáttastjórnenda. Rickles talsetti þá einnig hinn svokallaða „Kartöfluhaus“ eða „Potato Head“ í Toy Story myndunum og varð það meðal hans frægustu hlutverka. Rickles skilur eftir sig eiginkonu, uppkominn son og dóttur, ásamt tveimur barnabörnum.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira