Bílasala 29% meiri en í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 10:15 Toyota Yaris er mest selda einstaka bílgerðin á árinu, en Toyota kynnti 210 hestafla útfærslu hans á bílasýningunni í Genf í síðasta mánuði. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31. mars sl. jókst um 29% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 4.657 stk. á móti 3.605 stk. á árinu 2016 eða aukning um 1.052 bíla. Mesta aukningin er í sölu bíla til fyrirtækja eða tæplega 52% af heildarnýskráningum. Díselbílar eru vinsælastir eða með um 45% af heildarnýskráningum og bensínbílar eru með 39%. hlutdeild. Toyota Yaris er mest selda bílategundin á þessum fyrstu þrem mánuðum ársins með 226 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia Rio með 184 bíla og í þriðja sæti er Nissan Qashqai með 179 bíla nýskráða. BL ehf. er með mestu markaðshlutdeildina eða 28% og í öðru sæti kemur Toyota með 18% hlutdeild. Af öllum nýskráðum bílum á árinu eru 1.299 þeirra hvítir og er hvítur því vinsælasti liturinn það sem af er árinu segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31. mars sl. jókst um 29% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 4.657 stk. á móti 3.605 stk. á árinu 2016 eða aukning um 1.052 bíla. Mesta aukningin er í sölu bíla til fyrirtækja eða tæplega 52% af heildarnýskráningum. Díselbílar eru vinsælastir eða með um 45% af heildarnýskráningum og bensínbílar eru með 39%. hlutdeild. Toyota Yaris er mest selda bílategundin á þessum fyrstu þrem mánuðum ársins með 226 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia Rio með 184 bíla og í þriðja sæti er Nissan Qashqai með 179 bíla nýskráða. BL ehf. er með mestu markaðshlutdeildina eða 28% og í öðru sæti kemur Toyota með 18% hlutdeild. Af öllum nýskráðum bílum á árinu eru 1.299 þeirra hvítir og er hvítur því vinsælasti liturinn það sem af er árinu segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent