Verstappen var fljótastur á fyrri æfingu í Kína | Seinni æfingu aflýst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. apríl 2017 12:30 Max Verstappen var bestur í bleytunni í dag. Vísir/Getty Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst.Fyrri æfingin Felipe Massa á Williams varð annar fljótastur, rúmlega einni og hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Æfingin var afar óvenjuleg, Kevin Magnussen á Renault fór lengst allra eða átta hringi. Æfingin var stöðvuð tvisvar vegna þess að veðurskilyrðin voru þannig að sjúkraþyrlan hefði ekki getað flogið ef hún hefði þurft þess. Slíkar aðstæður gera það næstum alltaf að verkum að umferð á brautinni er stöðvuð í Formúlu 1. Eina undantekningin er ef hægt er að aka á næsta sjúkrahús á innan við 20 mínútum, sem er ekki tilfellið frá brautinni í Sjanghæ.Lance Stroll sýndi að hann kann að aka í rigningunni í morgun. Hins vegar þurftu ökumenn að sætta sig við að bíða lengi í bílunum.Vísir/GettySeinni æfingin Æfingunni var aflýst vegna þess að sjúkraþyrlan gat ekki flogið. Skyggni var of lítið. Bílarnir hefðu getað ekið um brautina. Síðast var æfingu í Formúlu 1 aflýst í Austin, Texas 2015 vegna þess að rigningin var of mikil til að senda bílana út á brautina. Bein útsending frá tímatökunni fyrir keppnina í Kína hefst klukkan 6:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu úrslitum helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fyrri æfingin var stöðvuð tvisvar í langan tíma en Max Verstappen tókst að fara hraðast á Red Bull bílnum á blautri brautinni. Seinni æfingunni var aflýst.Fyrri æfingin Felipe Massa á Williams varð annar fljótastur, rúmlega einni og hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Æfingin var afar óvenjuleg, Kevin Magnussen á Renault fór lengst allra eða átta hringi. Æfingin var stöðvuð tvisvar vegna þess að veðurskilyrðin voru þannig að sjúkraþyrlan hefði ekki getað flogið ef hún hefði þurft þess. Slíkar aðstæður gera það næstum alltaf að verkum að umferð á brautinni er stöðvuð í Formúlu 1. Eina undantekningin er ef hægt er að aka á næsta sjúkrahús á innan við 20 mínútum, sem er ekki tilfellið frá brautinni í Sjanghæ.Lance Stroll sýndi að hann kann að aka í rigningunni í morgun. Hins vegar þurftu ökumenn að sætta sig við að bíða lengi í bílunum.Vísir/GettySeinni æfingin Æfingunni var aflýst vegna þess að sjúkraþyrlan gat ekki flogið. Skyggni var of lítið. Bílarnir hefðu getað ekið um brautina. Síðast var æfingu í Formúlu 1 aflýst í Austin, Texas 2015 vegna þess að rigningin var of mikil til að senda bílana út á brautina. Bein útsending frá tímatökunni fyrir keppnina í Kína hefst klukkan 6:50 á laugardag á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 5:30 á sunnudagsmorgun.Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu úrslitum helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15 FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Wehrlein ekki með í Kína Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1, verður ekki með í kínverska kappakstrinum um komandi helgi. Antonio Giovinazzi fær því annað tækifæri eftir frábæra fumraun í Ástralíu. 4. apríl 2017 17:15
FIA fundar um framtíð véla í Formúlu 1 FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið boðar til fundar með núverandi og mögulegum framtíðar vélaframleiðendum í Formúlu 1. Efni fundarins eru vélar framtíðarinnar. 31. mars 2017 17:45