Hyundai býður vetnisknúna rafbíla Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 13:15 Nýr sportjeppi Hyundaiu, sá fjórði á Evrópumarkaði til viðbótar við Granda Santa Fe, Santa Fe og Tucson, sem einnig verður boðinn sem vetnisbíll. Bíllinn tekur við af ix35 og verður svipaður að stærð og Tucson. Allt þar til á síðasta ári var Hyundai eini bílaframleiðandinn á markaðnum sem fjöldaframleiddi rafknúna vetnisbíla. Hyundai hóf almenna sölu á vetnisbílnum ix35 í byrjun árs 2013, þar sem efnarafall framleiðir rafmagn fyrir rafmótorinn úr vetni af „eldsneytistanki“ bílsins. Vel á fimmta hundrað slíkra bíla eru á götum Evrópu. Fjölorkustöðvar um allt land Hér á landi hafa hins vegar ekki skapast forsendur fyrir sölu vetnisbíla vegna þess að innviðina hefur skort með uppsetningu áfyllingarstöðva. En nú er að verða breyting á þar sem Skeljungur hefur ákveðið að uppfæra einu vetnisstöð landsins við Vesturlandsveg í Reykjavík, sem aðallega hefur þjónað strætisvögnum borgarinnar, og stíga auk þess fyrstu skrefin í uppsetningu fjölorkustöðva á útsölustöðum sínum vítt og breitt um land þar sem vetni verður meðal eldsneytisgjafanna sem þar verða seldir. Vetnisstöðin við Vesturlandsveg opnar á ný fyrri hluta 2018 en auk þess mun Skeljungur setja upp tvær stöðvar til viðbótar á næsta ári en nánari staðsetning liggur ekki fyrir. Stöðvunum verður svo fjölgað jafnt og þétt víðar á landinu. Vetnisknúinn ix35 á leið til landsins Vegna uppsetningar vetnisstöðvanna hefur Hyundai í Garðabæ nú ákveðið að bjóða vetnisknúna bíla og hafa fyrstu sportjepparnir ix35 þegar verið pantaðir. Þeir verða tilbúnir til afgreiðslu þegar vetnisstöðin við Vesturlandsveg opnar á ný sem verður fljótlega í byrjun næsta árs. Ákvörðun Hyundai á Íslandi um innflutning bílanna var m.a. tekin í samstarfi við Skeljung og Íslenska nýorku sem eru þátttakendur í átaksverkefni á vegum Evrópusambandsins um fjölgun vetnisbíla í Evrópu. Verkefni ESB nefnist H2ME (Hydrogen Mobility Europe) sem kynnt var á málþingi í Hörpu í síðustu viku. Meðal frummælenda var Frank Meijer, yfirmaður „grænna bíla“ hjá Hyundai í Evrópu, sem fjallaði um þróun vetnisbíla og fyrirframtíðarsýn fyrirtækisins á nýja orkugjafa fyrir bifreiðaflota heimsins. Meðal þess sem hann sagði var að Hyundai ætlaði ekki að einskorða framboð bíla við einn orkugjafa heldur bjóða þá orkugjafa sem eftirspurn skapaðist eftir í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Þess vegna byði Hyundai upp á hreina rafmagnsbíla, rafknúna vetnisbíla, tvinnbíla sem styddust við bæði rafmagn og bensín og rafknúna tengitvinnbíla. Kemst 600 km Lengi vel gengu hugmyndir um þróun vetnisbíla út á það að knýja hefðbundnar bílvélar með vetnisgasi. Margir helstu bílaframleiðendurnir hafa þróað vetnisbíla í tilraunaskyni en í byrjun árs 2013 reið Hyundai á vaðið og hóf almenna sölu á vetnisknúnum ix35 sem kemst um 600 km áður en fylla þarf á vetnistankinn aftur. Áfyllingin tekur svipaðan tíma og tekur að fylla tank á venjulegum bíl af bensíni eða dísilolíu. Nýr mun komast 800 km Um mitt næsta ár mun Hyundai kynna nýjan sportjeppa, þann fjórða á Evrópumarkaði til viðbótar við Granda Santa Fe, Santa Fe og Tucson, sem einnig verður boðinn sem vetnisbíll. Bíllinn tekur við af ix35 og verður svipaður að stærð og Tucson. Að sögn hönnuða Hyundai í Þýskalandi á bíllinn í vetnisútfærslu komast a.m.k. 800 km á tankinum við staðlaðar bestu aðstæður. Bíllinn verður boðinn á íslenska markaðnum, einnig í vetnisútfærslu gangi innleiðing fjölorkustöðvanna í samræmi við áætlanir.Hyundai i35 vetnisbíll. Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Allt þar til á síðasta ári var Hyundai eini bílaframleiðandinn á markaðnum sem fjöldaframleiddi rafknúna vetnisbíla. Hyundai hóf almenna sölu á vetnisbílnum ix35 í byrjun árs 2013, þar sem efnarafall framleiðir rafmagn fyrir rafmótorinn úr vetni af „eldsneytistanki“ bílsins. Vel á fimmta hundrað slíkra bíla eru á götum Evrópu. Fjölorkustöðvar um allt land Hér á landi hafa hins vegar ekki skapast forsendur fyrir sölu vetnisbíla vegna þess að innviðina hefur skort með uppsetningu áfyllingarstöðva. En nú er að verða breyting á þar sem Skeljungur hefur ákveðið að uppfæra einu vetnisstöð landsins við Vesturlandsveg í Reykjavík, sem aðallega hefur þjónað strætisvögnum borgarinnar, og stíga auk þess fyrstu skrefin í uppsetningu fjölorkustöðva á útsölustöðum sínum vítt og breitt um land þar sem vetni verður meðal eldsneytisgjafanna sem þar verða seldir. Vetnisstöðin við Vesturlandsveg opnar á ný fyrri hluta 2018 en auk þess mun Skeljungur setja upp tvær stöðvar til viðbótar á næsta ári en nánari staðsetning liggur ekki fyrir. Stöðvunum verður svo fjölgað jafnt og þétt víðar á landinu. Vetnisknúinn ix35 á leið til landsins Vegna uppsetningar vetnisstöðvanna hefur Hyundai í Garðabæ nú ákveðið að bjóða vetnisknúna bíla og hafa fyrstu sportjepparnir ix35 þegar verið pantaðir. Þeir verða tilbúnir til afgreiðslu þegar vetnisstöðin við Vesturlandsveg opnar á ný sem verður fljótlega í byrjun næsta árs. Ákvörðun Hyundai á Íslandi um innflutning bílanna var m.a. tekin í samstarfi við Skeljung og Íslenska nýorku sem eru þátttakendur í átaksverkefni á vegum Evrópusambandsins um fjölgun vetnisbíla í Evrópu. Verkefni ESB nefnist H2ME (Hydrogen Mobility Europe) sem kynnt var á málþingi í Hörpu í síðustu viku. Meðal frummælenda var Frank Meijer, yfirmaður „grænna bíla“ hjá Hyundai í Evrópu, sem fjallaði um þróun vetnisbíla og fyrirframtíðarsýn fyrirtækisins á nýja orkugjafa fyrir bifreiðaflota heimsins. Meðal þess sem hann sagði var að Hyundai ætlaði ekki að einskorða framboð bíla við einn orkugjafa heldur bjóða þá orkugjafa sem eftirspurn skapaðist eftir í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Þess vegna byði Hyundai upp á hreina rafmagnsbíla, rafknúna vetnisbíla, tvinnbíla sem styddust við bæði rafmagn og bensín og rafknúna tengitvinnbíla. Kemst 600 km Lengi vel gengu hugmyndir um þróun vetnisbíla út á það að knýja hefðbundnar bílvélar með vetnisgasi. Margir helstu bílaframleiðendurnir hafa þróað vetnisbíla í tilraunaskyni en í byrjun árs 2013 reið Hyundai á vaðið og hóf almenna sölu á vetnisknúnum ix35 sem kemst um 600 km áður en fylla þarf á vetnistankinn aftur. Áfyllingin tekur svipaðan tíma og tekur að fylla tank á venjulegum bíl af bensíni eða dísilolíu. Nýr mun komast 800 km Um mitt næsta ár mun Hyundai kynna nýjan sportjeppa, þann fjórða á Evrópumarkaði til viðbótar við Granda Santa Fe, Santa Fe og Tucson, sem einnig verður boðinn sem vetnisbíll. Bíllinn tekur við af ix35 og verður svipaður að stærð og Tucson. Að sögn hönnuða Hyundai í Þýskalandi á bíllinn í vetnisútfærslu komast a.m.k. 800 km á tankinum við staðlaðar bestu aðstæður. Bíllinn verður boðinn á íslenska markaðnum, einnig í vetnisútfærslu gangi innleiðing fjölorkustöðvanna í samræmi við áætlanir.Hyundai i35 vetnisbíll.
Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent