Mercedes-AMG GT Sýning á Akureyri Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 14:33 Mercedes-AMG GT bíllinn verður til sýnis hjá Höldi. Mercedes-Benz og Höldur bjóða til Mercedes-AMG GT sýningar í Hofi á laugardaginn kl. 12–16. Þar verða sýndir fjölmargir bílar og stjarna sýningarinnar er Mercedes-AMG GT sem vakti verðskuldaða athygli á Mercedes-AMG sýningu í Reykjavík á dögunum. ,,AMG sýningin okkar gekk ótrúlega vel og raunar framar vonum. Við fengum um fimm þúsund gesti á fjórum dögum. Við höfum því ákveðið að bjóða Norðlendingum einnig upp á glæsilega sýningu og erum ánægð og stolt að halda sýningu í höfuðstöð Norðurlands á laugardaginn. Við munum sýna þar fjölda glæsilegra bíla frá Mercedes-Benz, t.d með Plug-in Hybrid tækninni. Við munum bjóða upp á reynsluakstur á breiðri línu fólks– og atvinnubíla og stjarna sýningarinnar er hinn ótrúlegi Mercedes-AMG GT sportbíll. Þetta er án efa glæsilegasti bíll sem sýndur hefur verið hér á landi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Bílaumboðinu Öskju. Mercedes-AMG GT vakti eins og gefur að skilja gríðarlega athygli á AMG sýningunni. Sportbíllinn er með fjögurra lítra V8 vél sem skilar feikilegu afli eða alls 476 hestöflum. Hámarkstog bílsins er alls 630 Nm. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er skráður 304 km. ,,Höldur er viðurkenndur þjónustuaðili Mercedes-Benz en starfsfólk okkar hefur sótt sér þá sérþekkingu sem krafist er til þess. Við erum spennt fyrir að halda þessa sýningu í samstarfi við Mercedes-Benz og það er virkilega gaman að fá Mercedes-AMG GT sportbílinn á svæðið. Við höfum aldrei áður náð að bjóða upp á reynsluakstur á eins mörgum tegundum Mercedes-Benz bíla í einu og vonum að Akureyringar grípi tækifærið," segir Áskell Þór Gíslason, framkvæmdastjóri bílaþjónustu Hölds. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Mercedes-Benz og Höldur bjóða til Mercedes-AMG GT sýningar í Hofi á laugardaginn kl. 12–16. Þar verða sýndir fjölmargir bílar og stjarna sýningarinnar er Mercedes-AMG GT sem vakti verðskuldaða athygli á Mercedes-AMG sýningu í Reykjavík á dögunum. ,,AMG sýningin okkar gekk ótrúlega vel og raunar framar vonum. Við fengum um fimm þúsund gesti á fjórum dögum. Við höfum því ákveðið að bjóða Norðlendingum einnig upp á glæsilega sýningu og erum ánægð og stolt að halda sýningu í höfuðstöð Norðurlands á laugardaginn. Við munum sýna þar fjölda glæsilegra bíla frá Mercedes-Benz, t.d með Plug-in Hybrid tækninni. Við munum bjóða upp á reynsluakstur á breiðri línu fólks– og atvinnubíla og stjarna sýningarinnar er hinn ótrúlegi Mercedes-AMG GT sportbíll. Þetta er án efa glæsilegasti bíll sem sýndur hefur verið hér á landi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá Bílaumboðinu Öskju. Mercedes-AMG GT vakti eins og gefur að skilja gríðarlega athygli á AMG sýningunni. Sportbíllinn er með fjögurra lítra V8 vél sem skilar feikilegu afli eða alls 476 hestöflum. Hámarkstog bílsins er alls 630 Nm. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 4 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er skráður 304 km. ,,Höldur er viðurkenndur þjónustuaðili Mercedes-Benz en starfsfólk okkar hefur sótt sér þá sérþekkingu sem krafist er til þess. Við erum spennt fyrir að halda þessa sýningu í samstarfi við Mercedes-Benz og það er virkilega gaman að fá Mercedes-AMG GT sportbílinn á svæðið. Við höfum aldrei áður náð að bjóða upp á reynsluakstur á eins mörgum tegundum Mercedes-Benz bíla í einu og vonum að Akureyringar grípi tækifærið," segir Áskell Þór Gíslason, framkvæmdastjóri bílaþjónustu Hölds.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent