Takast á við Ragnarök Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. apríl 2017 08:00 Linda Ýr, Guðný Lára og Aníta Björk ætla sér alla leið í dag – á mynd með dómaranum Agli Kaktuz. Vísir/Ernir Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Í dag, laugardag, verður fyrsta roller derby mótið haldið á Íslandi í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Tvö bresk lið sækja stelpurnar í Ragnarökum heim. Guðný Lára Guðmundsdóttir, forritari, er leikmaður Ragnaraka og vonast eftir góðri mætingu í dag. „Þetta er fáránlega skemmtilegt – stelpuíþrótt á hjólaskautum!,“ útskýrir hún, en roller derby útleggst á íslensku sem hjólaskautaat. „Þetta er líka svo skemmtilegt því þarna kemur saman ótrúlegasta fólk, ólíkt og úr öllum stéttum. Þetta hentar öllum – fólki sem fann sig ekki annars staðar eða vill aðeins finna sig upp á nýtt,“ segir Guðný Lára. Ragnarök er eina íslenska lið sinnar tegundar. Um er að ræða tuttugu stelpur sem stunda eins konar ruðning á hjólaskautum. Hver leikmaður hefur sitt nafn, sem hann notar í keppni og spilar með stríðsmálningu í andliti. Þá er metnaður lagður í búningana – ekki síst hlífarnar, sem eru algjört aðalatriði í þessari íþrótt þar sem hart er tekist á. Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu og spila á sporöskjulaga braut. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að „hringa“ andstæðingana, það er, að komast heilan hring á brautinni, fram úr andstæðingi sínum á hjólaskautunum. Íþróttin hefur undanfarið verið að ryðja sér til rúms hér á landi og víðar – ekki síst með tilkomu kvikmyndarinnar Whip it, sem er þó orðin nokkurra ára gömul. Í myndinni fylgjumst við með sorgum og sigrum stúlkna í hjólaskautaati og með aðalhlutverkin fara Drew Barrymore og Ellen Paige.Búist er við æsispennandi baráttu um titilinn á Seltjarnarnesi í dag, en það lið ber sigur úr býtum sem vinnur báða sína leiki eða, ef tvísýnt er um úrslit, sem skorar flest stig í heildina. Guðný Lára hefur stundað hjólaskautaat í rúm fimm ár. „Þetta fór hægt af stað, eiginlega rosalega hægt, en núna fer þetta bara stækkandi. Við erum alltaf að verða fleiri og fleiri – og meira um að vera, eins og núna; þetta er í fyrsta sinn sem haldið er Roller derby mót á Íslandi og við erum strax byrjuð að huga að því að bjóða fleiri liðum til landsins fyrir næsta mót. Þetta er bara upphafið,“ segir Guðný að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira