Árásin reynir á samband Bandaríkjanna við Rússa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. apríl 2017 06:00 Ein Tomahawk-eldflauganna hefst á loft frá herskipi á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði í fyrrinótt árás á herflugvöllinn Shayrat í Sýrlandi. Bandarísk herskip á Miðjarðarhafi skutu 59 Tomahawk-eldflaugum á flugvöllinn með þeim afleiðingum að hann gereyðilagðist. Að minnsta kosti sex létu lífið samkvæmt BBC. Þá greinir BBC frá því að allir hinna látnu og alvarlega særðu hafi verið hermenn. Sýrlenskir ríkismiðlar segja níu hafa látið lífið, þar af fjóra almenna borgara. Ástæða þessara fyrstu beinu hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta er efnavopnaárás sem gerð var á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í vikunni. Talið er að sýrlenskar þotur hafi lagt af stað frá Shayrat-flugvelli og varpað saríngasi á bæinn með þeim afleiðingum að um áttatíu almennir borgarar létu lífið. Þegar Trump ávarpaði þjóð sína, sem og heim allan, eftir árásina sagði hann al-Assad einræðisherra sem hefði „ráðist með hryllilegum hætti á almenna borgara með efnavopnum“. Hefðbundnir bandamenn Bandaríkjanna lýstu stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn Bretlands segir meðal annars að hún sé viðeigandi svar við villimannslegri árás.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hann greindi frá árásinni.Nordicphotos/AFPÍ sameiginlegri yfirlýsingu François Hollande, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, segir: „Al-Assad ber alla ábyrgð á því hvernig málin hafa þróast. Það má ekki sitja hjá og leyfa honum að komast upp með endurteknar efnavopnaárásir og skelfilega glæpi.“ Ljóst er að Rússar eru afar ósáttir við árásina en þeir hafa stutt ríkisstjórn al-Assads og meðal annars fengið að nota Shayrat-flugvöllinn í loftárásaraðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússa segir að Bandaríkin hafi ákveðið að ráðast á ríki sem berjist gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum án þess að kynna sér staðreyndir málsins. Rússar, sem og Sýrlendingar, neita því að sýrlenski herinn hafi beitt efnavopnum. „Sjálf viðvera hermanna frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum í Sýrlandi án samþykkis ríkisstjórnarinnar eða öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er augljóst brot á alþjóðalögum. Slíkt er ekki hægt að réttlæta,“ segir í tilkynningunni. „Rússar hafa endurtekið sagst tilbúnir að vinna að því að laga þau vandamál sem steðja að heiminum, einkum baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Við munum hins vegar aldrei samþykkja einhliða aðgerðir gegn lögmætri ríkisstjórn Sýrlands.“ Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók í sama streng. Í yfirlýsingu lýsti hann aðgerðum Bandaríkjahers sem árás á fullvalda ríki sem bryti gegn alþjóðalögum. Árásin væri mikill skellur fyrir samband Rússa og Bandaríkjamanna og markmið hennar hefði verið að draga athygli frá mannfalli almennra borgara í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak. Rússneska fréttastofan TASS greindi frá því í gær að herfreygátan Grigorovic aðmíráll væri á leiðinni á Miðjarðarhaf. Skipið er vopnað eldflaugum. Á fundi öryggisráðs SÞ í gær sagði Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjanna, að heimurinn biði eftir að Rússar sýndu ábyrgð í Sýrlandi og endurhugsuðu bandalag sitt við al-Assad. „Al-Assad gerði það sem hann gerði af því hann vissi að hann kæmist upp með það. Hann vissi að Rússar stæðu á bak við hann,“ sagði Haley. Fulltrúi Sýrlands, Mounzer Mounzer, sagði árás Bandaríkjahers senda hryðjuverkamönnum röng skilaboð. Nefndi hann ISIS sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent